Veikindi og pensilín

Febrúar er ekki búin en ég er sennilega næstum búin með veikindadaga barna þetta árið. RD er semsagt búinn að vera meira og minna lasinn eða slappur frá 30. janúar. En núna held ég þetta sé allt að koma hann kominn á almennilegt penisilín og á að vera á því í 2 vikur. Hann fór í röntgen af lungum og ennis og kinnholum í gær og blóðprufur út af öllum þessum veikindum. Lungun eru hrein en mikil sýking á hinum stöðunum. Við vorum komin inn í Domus um 9 í gærmorgun og byrjuðum á því að fara í blóðprufuna sem að tók ekki nema 5 mínútur en svo þurftum við inn á röntgen og þar tók við 3 klukkutíma bið,  já 3ja tíma. Allir sem voru að bíða þarna líka dáðust að því hvað RD var rólegur og góður bíðandi þarna, en það sem þetta fólk auðvitað vissi ekki var að drengurinn var sennilega með hátt í 40 stiga hita og hafði því ekki orku í að vera annað en góður og stilltur. Smile Ég er orðin frekar þreytt á að vera heima með hann veikan. Ekki að það sé ekki nóg að gera hérCrying t.d. sést mjög vel núna þegar sólin skín hvað gluggarnir eru skítugir að utan. og svo er hér fjall af þvotti sem þarf að brjóta saman, en ég bara hef þá afsökun að ég er með veikt barn og verð að einbeita mér að því:) Ég er svo að fara í sumarbústað um helgina með saumaklúbbnum, bara við kellurnar að fara saman. 7 þreyttar húsmæður sem eigum allar skilið smá frí í sveitinni. Í staðinn fyrir Special K og fjörmjólk verður sennilega bara kaffi og Baileys í morgunmatShocking úff get ekki beðið. Átakið gengur annars bara vel og nú er klukkan orðin hádegismatur. Chao.

Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband