Magapest, flensa, Crawley, páskar, ælupest

þrátt fyrir þetta allt er ég ennþá hér. Darri var veikur og ég og Viðar og svo fór ég til Crawley. Vá það var gaman. ÞAð var geggjað veður, sólgleraugu og hvítvín og á laugardeginum bauð Terry vinur okkar okkur í bíltúr til Brighton, Sem er dásamlegur strandbær og ekkert smá mikið um að vera þar. I LOVE England. Við versluðum fullt, borðuðum fullt af góðum mat, versluðum fullt og höfðum fullt gaman. 

Darrinn minn varð 5 ára í fyrradag og á morgun er afmælisveisla. Þemað í ár er það sama og í fyrra. Cars.. það er það eina sem kemst að hjá prinsinum. Og það er bara gott mál. Hún Dísa mín bakaði CARS köku eins og í fyrra. Og við eigum von á fullt af góðum gestum.

Páskarnir voru dásamlegir, frí og góður matur og páskaegg .Fjölskyldan slappaði vel af um páskana og Viðar og  Arna fóru að hjóla  og höfðu mjög gaman að Arna er bara klár á hjólinu.Fórum í eina fermingarveislu og 3 aðrar framundan. 

Reyndar eru búin að vera óvenju mikil veikindi á þessu heimili. Næstum allir búnir að fá flensu og ælupest og svo upp og niður, en allir að koma til. Við tökum veikindi út í febrúar og mars (krossa fingur). Þannig hefur það allavega verið undafarin ár.

ÞAð styttist í reunionið hjá árgangnum mínum:) 19. apríl er dagurinn, og ég hlakka ekkert smá til, rosa góð þáttaka og allir í góðum gír. Það sem ég á eftir að sakna mest er að hitta ekki nefndina aðra hverja viku á fundi:)  

Pétur Blöndal er áfram minn maður!!! Hann mælir með að fólk hætti að eyða!! Það eru ekkert allir búnir að vera að eyða um efni fram undanfarin ár. ( ok ég keypti mér flatskjá um daginn)  en hvað með þá sem að eyða bara í mat og bensín og afborganir af húsnæðisláninu?? Pétur hvað eigum við að gera??? ( ok ég fór tik Englands um daginn) en hvað með þá sem að gera það ekki??? Á fólk að hætta að nota sápu og sjámpó? Hvernig er aftur uppskriftin af naglasúpu?? Pétur ??

 

Lifið heil 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband