1.3.2007 | 18:31
Kvef og rautt nef.
Gat nú verið að ég fengi kvef þegar ég er að fara í sumó. Það helltist yfir mig í gærkvöldi og ég er bara búin að vera að snýta mér síðan og er mjög slöpp, nefið á mér er líka orðið eldrautt. Fór í vinnuna í morgun með hor í nös, elsta systir var heima með RD í dag en hann fer á leikskólann á morgun, það er dótadagur og því má hann ekki missa af. Eftir vinnu fór ég í apótekið og keypti ALLT sem ég sá sem ég held að geti slegið á kvefið og slappleikann. Hef varla undan núna að innbyrða þetta allt. Spurning um að fá sér eitthvað almennilegt kvefmeðal í sveitinni;) AÐ VENJU var nammi á kaffistofunni í vinnunni en ég var svo dugleg og stóðst það næstum alveg fékk mér bara einn pínu pínu oggu pons lakkrísbita. Á morgun er svo veisla eins og alltaf fyrsta föstudag í mánuði. Spurning hvernig gengur
að standast það. Held ég ætli að halda áfram að hella í mig kvefmeðulum núna og safna kröftum fyrir sveitaferðina
sem á btw að vera afslöppun fyrir þreyttar húsmæður. Bæjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.