2.4.2007 | 14:56
Fjúkk að 1. apríl er búin
Mér er illa við þann dag:) Er svo hrædd um að vera plötuð að ég er vör um mig allan daginn og trúi helst engu sem er sagt við mig og engu sem ég les. Held að ég hafi ekki hlaupið 1.apríl í ár:) Helgin fór í veisluhöld hjá prinsinum, mikið fjör og mikið gaman. Hugsa að við verðum að byggja við eftir þetta til að koma öllu dótinu og fötunum sem prinsinn fékk í afmælisgjöf fyrir. Hann svaf á föstudagsnóttina í strigaskóm sem hann fékk frá ömmu og Torfa og með bíl í rúminu hjá sér sem hann fékk líka.
Við hjónin vorum mætt á kjörstað í Hafnarfirði um hádegi á laugardaginn og var gaman að sjá hversu góð þátttakan í kosningunum var. Ég elska Hafnarfjörð:)
Húsbóndinn byrjaði í nýju vinnunni í morgun var bara glaður með það.
Ingu og Óla prins lætur enn bíða eftir sér en á morgun verður honum skipað í heiminn ef að hann hefur ekki látið sjá sig fyrr:) Hann kom samt í afmælið um helgina en bara í bumbunni. Við erum orðin óþreyjufull að hitta hann svo það er eins gott fyrir hann að fara að láta sjá sig.
Miðjan er að ferðbúast fyrir sveitaferðina, hún fer á morgun og verður fram yfir páska. Búin að fá eitt páskaegg og á von á öðru. Hún verður örugglega bóndi,og það verðum þá við hin sem ferðbúumst um páskana til að heimsækja hana í komandi framtíð:) Hún er búin að vera að gera voða fínt í herberginu sínu og fékk sófa í gær og smá nýtt dúllerí og ætlar að reyna að vera dugleg að halda því fínu
Páskafríið alveg að skella á og örugglega vorið líka.
Orð dagsins í dag vor=wiosna og í dag er mánudagur = poniedzial
Lifið heil.
Athugasemdir
Hef ekki enn þorað að sýna Leó kökuna þú verður laglega pönntu að ári í svoleiðis lagað. Nátt buxurnar hreinar, hvítvínið komið í kælinn, drengirnir farnir að spyrja kl hvenær þið komið eða við til ykkar, þá er ekkert eftir nema ákveða matinn og daginn og fjörið getur byrjað............
Víðó gengið........
Frúdís (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.