26.4.2007 | 11:06
Tíminn flýgur..
Og nú er að koma ein helgin í viðbót. Stundum líður tíminn svo hratt að ég veit ekki hvað verður um dagana. Stundum finnst mér samt að ég geri ekki annað en að vinna, borða og sofa. Ekki það að það eru svo sem forréttindi að geta það. Þegar ég var alveg að sofna í gærkvöldi þá buldi regnið á rúðunni og það kom kaldur gustur inn um gluggann og þar sem ég lá á kafi undir sæng í góða rúminu mínu alveg að sofna þá flaug í gegnum hugann á mér hvað ég er heppinn að geta verið inni í hlýja rúminu mínu með sængina mína. Út um allan heim er fólk sem hefur ekkert af þessu en okkur finnst þetta svo sjálfsagt. Sennilega er ég ennþá með í huganum Kompás þáttinn frá því síðasta sunnudag, þar sem við sáum fátæktina í sinni ömurlegustu mynd.
Ég byrjaði hjá nýjum tannlækni í síðustu viku og ætla að taka þetta með trompi núna og láta bara gera stellið eins og nýtt. Mér skilst reyndar á honum að ég þurfi næstum að flytja lögheimilið mitt til hans en við stefnum á að vera búin að klára fyrir haustið svo þá ætti ég að vera með skjannahvítt sólskinsbros En hvort ég veðset íbúðina, kallinn eða börnin fyrir kostnaðinum er ég ekki alveg búin að gera upp við mig. Kannksi býðst ég bara til að þrífa hjá tannsanum næstu 15-20 árin:)
Um helgina erum við miðjan að fara í Kaldárssel þar sem hún verður í æfingabúðum. Ég ætla að hjálpa til á laugardaginn og gista svo þar með hópnum. Það styttist í Noregsferðina svo það eru stífar æfingar framundan.
Hún er oftast með hugann í sveitinni hjá trippinu sínu svo ég á von á að hún verði þar hluta af sumrinu. Hún á þó reyndar alveg eftir að ræða það við húsbændurnar í sveitinni en ég býst alveg við að þau bjóði hana velkomna eins og áður Hún er líka orðin svo stór að það er hægt að leyfa henni að hjálpa til við bústörfin.:) og hafa þannig eitthvað gagn af henni Sveitin dregur hana til sín eins og segull.
Húsbóndinn er enn á námskeiðinu svo ég hitti hann rétt til að kyssa hann góða nótt. Þetta verður svona til 8. maí svo það er ekki mjög langt eftir. Við erum ekki enn búin að gera upp við okkur hvað skal gera í sumarfríinu en erum að spá og spekúlera.
Þetta veður hérna er stundum alveg að gera mann bilaðan, ég veit aldrei hvort að ég á að vera með sólgleraugun eða vera í pollagallanumStundum er sól og svo er komin rigning eftir nokkrar mínútur og svo aftur sól nokkrum mínútum eftir það. Ákveða sig....!!!!!!
Unglingurinn er að fara að byrja í prófum og les stíft þessa dagana, hún gefur sér þó tíma til að mæta í ræktina ( held að ég ætti að taka hana til fyrirmyndar) hún er búin að fá vinnu í sumar þar sem hún vann í fyrrasumar og hefur unnið með skólanum í vetur. Hún ætlar að vera aftur í 4 vikur á Spáni í lok sumars svo það er eins gott fyrir hana að vinna nóg.
Haddý vinkona mín á afmæli í dag. Til hamingju með daginn elsku Haddý en mikið hrikalega ertu orðin gömul
Ég er ekki enn búin ákveða hvað ég ætla að kjósa en spái mikið í það. Það er svo sem alveg nógur tími til að ákveða sig og ekkert víst að það gerist fyrr en inni í kjörklefanum.
Mágur og svilkona ( mér hefur alltaf fundist þetta undarlegt orð) á leiðinni til útlanda á morgun. Góða ferð og hafið það svakalega gott í útlandinu Ég kem svo fljótlega til að heyra ferðasöguna og hjálpa ykkur með tollinn
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn.
Athugasemdir
Þetta með svilkonuna heyrði ég nú fyrst hjá þér og ber það nafn með stollti
Annars er kominn slatti spenningur í okkur hjónin, en það mun reyndar detta inn um munninn ein slakandi fyrir flugið. Skil ekki þessa flughræðslu
Spurning hvað er efst á óskalistanum úr tollinum???sms vel þegið!!!!
Fellihýsið komið og það verður bara sport fyrir börnin að gista þar þegar við komun heim. Hafið það gott á meðan, strax farin að láta mig dreyma um aðra ferð með ykkur.
Knúsaðu Darrann og hina fjölskyldumeðlimina sjáumst svo í tollapartý fljótlega.
Kveðja Mágur og svilkona. OG mágkona og litli (stærri) bróðir.
Frúdís (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.