Mannleg samskipti

er eitthvað sem sumir þyrftu að æfa sig í. Ég tel mig þokkalega vel að mér í þeim en konan sem að ég var í sambandi við í gær nokkrum sinnum í fjármálastofnun hér í borg þyrfti alvarlega að athuga sinn gang í þeim efnum. Það er alveg með ólíkindum hvernig fullorðið fólk getur hagað sér. Þetta varðaði greiðslu út af fasteignakaupunum og sölunni og peninga sem að ég átti og átti að vera búið að leggja inn á reikninginn okkar en bankinn ætlaði að reyna að halda þeim fram yfir helgi, sennilega til að græða meir. Ég fékk mitt fram á endanum eftir ófá símtöl við þessa mjög svo dónalegu konu. Ég byrjaði á því að vera öskureið en ákvað svo að konu greyinu væri bara vorkun og ég ætla ekki að eyða minni orku í að velta mér upp úr því.

Við áttum frábæra Hvítasunnuhelgi í sumarbústað í Munaðarnesi með Jó og robb. Veðrið var frábært og við sáum varla börnin alla helgina, rétt náðum að toga þau inn til að borða og dýfa þeim aðeins í pottinn. Eftir sunnudaginn var ekki laust við að við værum brennd eftir sólina.

Prinsinn var svo reyndar orðinn lasinn þegar við komum heim og var ég heima með hann þriðjudag og miðvikudag. Hann hagaði sér eins og sannur karlmaður í veikindunum og lá uppí sófa með teppi meðan ég þeyttist um alla íbúð að sækja fyrir hann hinar og þessa "nauðsynjar" milli þess sem hann leit á mig með fallegu hvolpaaugunum sínum og minnti mig á að hann væri sko lasinnGrin

Miðjan er alveg að verða búin í skólanum og á mánudaginn eru skólaslit. Það eru nokkrir tónleikar framundan hjá kórnum og meðal annars syngja þær á tvennum tónleikum í tenglsum við hátíðina "Bjartir dagar" sem fer fram í Hafnarfirði á næstunni. Hún bíður spennt eftir að komast í frí og ætlar að fara á tvö reiðnámskeið hjá Íshestum í Hafnarfirði og svo ætlar hún að eyða einhverjum tíma í sveitinni.

Ég er að fara í sumarbústað í kvöld með vinnunni og ætlum við borða saman góðan mat og skemmta okkur sjálfum og hvor annarri fram eftir nóttuWhistling 

Hugurinn er á fullu þessa dagana að skipuleggja á hverju skal byrja þegar við fáum húsið afhent og ég drekk í mig allan fróðleik sem ég kemst yfir um garðrækt og garðaumhirðu. Ég hlakka svo til að breytast í moldvörpu og skríða í garðinum mínum. Það hefur ekki verið hugsað neitt að ráði um hann í nokkur ár og því að nóg að gera þar. Húsbóndinn er jafn spenntur yfir bílskúrnum og hans hugur er á fullu að skipuleggja allt sem hann ætlar að gera þar. Við hjálpumst nú væntanlega að við þetta allt saman samtKissing

Það eru 43 dagar í dag þangað til að ég fer í sumarfrí. Ekki að ég sé að teljaW00t

Lifið heil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband