20.6.2007 | 14:53
23 dagar í sumarfrí
ekki að ég sé að telja eins og áður sagði. Finn samt að ég er orðin þreytt og þarf að fara að komast í frí. Á eftir að vinna þessa viku og svo 3 heilar í viðbót. Verst að húsbóndinn fær ekki eins mikið frí og ég, hann ætlar að vera samt í fríi þegar við fáum húsið og þegar við flytjum. Lilja mín ætlar að redda mér fullt af kössum fyrir helgina svo ég get byrjað að dúllast við að pakka niður. Erum boðin í skírnar og útskriftarveislu hjá Svövu og lillamann á laugardaginn. Svava bara orðin kennari, glæsilegt hjá stelpunni:) Ég hlakka til að vita hvað lillimann á að heita. Er ekki Anni soldið flott nafn??
Það er frekar tómlegt heima hjá okkur þessa dagana, miðjan í sveitinni hjá Biddu frænku og unglingurinn vinnur og vinnur. Ég er farin að bíða svo eftir að við fáum húsið okkar afhent að sumarið er að fara fram hjá mér er samt að reyna að njóta veðurblíðunnar en er bara farið að langa að pakka öllu niður og flytja:) Ég keyri svona 3-5 sinnum í viku fram hjá húsinu til að athuga hvort að það er einhver hreyfing á fólkinu þar. Er viss um að nágrannarnir eru farnir að kannast við mig Það verður þá bara fljótlegra að kynnast þeim. Þekki reyndar nokkra sem búa við götuna og mér er sagt að það sé mikið fjör þarna oft. Grillveislur í götunni á sumrin og svona Eins gott að einhver góðhjartaður nágranni baki pie og komi með til mín með svona köflóttu viskastykki yfir. (Þannig er það alltaf í amerískum bíómyndum:)) Það liggur við að ég sé farin að sofa með garðhanskana á mér ég hlakka svo til að byrja að vinna í garðinum. Held kannski að ég sé bara full óþolinmóð. Ég er búin að raða svo oft inn í húsið í huganum að ég er komin í marga hringi fram og aftur. Húsbóndinn gerir bara grín að mér og finnst ég meira skrýtin en venjulega.
Var í nöglum í gær og kom við hjá Mikael Mána og knúsaði hann fullt. Magnað hvað barnið er fallegt:)Vinir okkar ætla að stinga af til útlanda akkúrat þegar við verðum að flytja. Ég held að þau hafi pantað sér þessa ferð bara til að sleppa við að hjálpa okkur að flytja Þau sverja það af sér og segjast bara ekkert hafa verið að hugsa um okkur þegar þau ákváðu að fara í ágúst. Er það nú!! Við ætlum að stinga af í október í rúma viku í frí til útlanda BARNLAUS. Erum búin að panta okkur ferð. Það verður sennilega sumarfríið sem húsbóndinn fær, því þó hann fari í frí þegar við flytjum þá verður meira en nóg að gera hjá okkur þá.
Ég er búin að uppgötva agalega skemmtilega gönguleið frá nýja húsinu því ég ætla að fara að vera svo dugleg að labba og hreyfa mig meira. Er alltaf að byrja í átaki en svo bara hætti ég aftur og byrja aftur og hætti aftur og byrja aftur..... Verð samt örugglega MIKLU duglegri þegar ég flyt og líka duglegri að taka til og þrífa og þrífa bílinn og syngja í baði og lesa fyrir drenginn og vakna á morgnana kl.6 og fara í Yoga og jabberí jabb:) JERÆT! En alltaf gaman að láta sig dreyma Ég er samt búin að labba soldið og stefni á að halda því áfram í alvörunni:)
Æ nú verð ég kannski að fara að vinna smá í vinnunni. Það er annars ekki þverfótað fyrir sumarafleysingafólki hér sem er bara gott. Ætla að fara og fá mér kaffibolla úr nýju fínu kaffivélinni hérna.
Þangað til næst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.