4.10.2007 | 13:24
Skyldu þeir selja gúmmítúttur
þarna á Benidorm??? Veðurspáin fyrir næstu daga þar er bara rigning. Við ætlum að fljúga til London á sunnudaginn og stoppa þar í nágrenninu fram á þriðjudag og fljúga svo þaðan til Benidorm á þriðjudagsmorgun. Það skiptir mig svo sem ekki miklu máli hvernig veðrið er þarna í nágrenni London því að það rignir ekkert inni í mallinu En ég VILL HAFA SÓL Á SPÁNI!! Hvað gerir maður á Spáni í rigningu? Á ég að taka með mér spilastokk og matador? Eða taka bókabunkann af náttborðinu með mér?? Þarf eitthvað að reyna að díla við veðurguðina þarna áður en ég mæti á svæðið.
Annars er bara komin spá spenningur í okkur hjónin, aðallega yfir því að komast í frí og geta eytt svolitlum tíma saman. Ef það rignir allan tímann þá bara sitjum við úti á svölum með kertaljós og hvítvín
Við fjölskyldan eins og svo margir höfum fylgst með Næturvaktinni á Stöð Tvö. Þvílikir SNILLDARÞÆTTIR Ég hreinlega græt úr hlátri þegar ég er að horfa á þetta, mér finnst þeir allir sýna snilldartakta þarna á bensínstöðinni en ennþá fyndnara er að fylgjast með svipnum á húsbóndanum þegar hann fylgist með þessum ósköpum. Hann nefnilega sér ekki húmorinn í þessu og finnst þetta EKKI fyndið Samt situr hann alltaf yfir þessu með okkur með hneykslis, skelfingar vorkunnar svip. Hrikalega fyndið. Það er bara eins og ég hef alltaf sagt.. karlar hafa bara svo óþroskaðann húmor að þeir fatta ekki svona. Mér finnst Næturvaktin bara brill
Annað kvöld ætla ég að elda meira af hreindýrinu góða og bjóða mömmu og family í mat. Hún varð nebbla 55 ára í gær og þetta er afmælisgjöfin hennar frá okkur:) Hreindýr og rauðvín og ostakaka og kaffi í eftirrétt. Er hægt að hafa það betra?:)
ÉG og drengurinn fórum í klippingu í gær og ég fékk líka lit og strípur. Hann er að fara í myndatöku í leikskólanum í dag og verður að vera fínn og sætur. Ég er að fara í neglur í kvöld og þá fer ég nú aldeilis að verða fín og tilbúin fyrir útlöndin.
Rafvirkinn er í þessum töluðu orðum að mér skilst heima hjá mér að klára að laga rafmagnið í húsinu svo nú getum við farið að fá afsal af húsinu okkar, sem þá fyrst formlega verður OKKAR:) Okkur líður öllum mjög vel í húsinu og finnst við bara alltaf hafa búið þarna.
Bara morgundagurinn eftir í vinnunni og svo er ég komin í rúmlega vikufrí. Ekki slæmt, held samt að ég eigi eftir að sakna vinnufélaganna pínupons því að það er bara alltaf svo mikið fjör hérna hjá okkur Ætla að reyna að kaupa mér einhver föt þarna í Englandi því annars fer ég að mæta ber í vinnuna, svoleiðis er ástandið orðið í fataskápnum mínum.
Heyrumst þegar ég er búin að komast að því hvað maður gerir í rigningu á Spáni. Adios.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.