23.10.2007 | 14:13
Ég veit núna hvað þeir gera á Benidorm í rigningu
þeir loka öllu og eru heima hjá sér að dæla vatni uppúr kjallaranum. Það var allavega þannig þennan eina og hálfa dag sem ringdi meðan við vorum þar. Þrumurnar og eldingarnar sem fylgdu þessari rigningu voru meiri og háværari en ég hef áður séð. Hina dagana var sól og hátt í 30 stiga hiti, dásamlegt að spóka sig í sólinni og fá smá hita í kroppinn. Töskurnar voru fylltar í Crawley áður en haldið var til Spánar sem svo reyndar kostaði smá yfirvigt með tilheyrandi kostnaði En það kom ekki að sök og við hjónin skemmtum okkur mjög vel og náðum að hvíla okkur vel og knúsast fullt
Drengurinn var svo mikið glaður þegar við komum heim, veit reyndar ekki hvort hann var ánægðari með okkur eða löggubúninginn sem að við keyptum handa honum í útlandinu. Hann hefur allavega ekki farið úr búningum.
Við eins og spánverjarnir þyrftum að vera að dæla vatni uppúr kjallaranum okkar akkúrat núna, en erum að fara að skrifa undir afsalið af húsinu okkar á eftir og ætlum að ræða tjörnina í kjallaranum aðeins við fyrri eiganda:) Rafvirkjarnir náðu loksins að klára í gær svo að þau mál ættu að vera í lagi í bili allavega en þá er tjörnin í kjallaranum eftir. Ef ég mögulega kemst hjá því ætla ég ekki að eiga í fasteignaviðskiptum framar.
Á laugardagskvöldið síðasta vorum við í mat hjá Ingu og Óla ásamt hinum vinunum og áttum FRÁBÆRA kvöldstund með fólkinu. Maturinn var meiriháttar og félagsskapurinn yndislegur. Vá hvað það er gaman að eiga góða vini. Takk fyrir okkur:)
Í dag eru ca. 62 dagar til jóla ef ég kann að telja rétt og ekki seinna vænna en að fara að undirbúa það Er samt búin að kaupa jólagjöf handa Kapitólu (ömmukisustelpunni) og eina í viðbót. Hlakka til þegar verður byrjað að skreyta í búðunum. Elska jólaskraut.
Adios.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.