10.1.2008 | 11:30
Er sérstaklega leynileg þessa viku
því að það er leynivinavika í vinnunni hjá mér. Undafari nýársgleðinnar sem verður annað kvöld. Allir að laumupúkast eitthvað til að senda leynivini sínum orðsendingu eða smá pakka. Ég hef mjög gaman af öllu svona og er búin að vera einstaklega leynileg þessa viku. Hér er fólk að æfa sig í Karókí fyrir gleðina annað kvöld, veit ekki alveg hvort ég ætla að taka þátt Það er smá pressa samt.
Jólin búin og ég er búin að pakka niður öllu jólaskrauti nema ljósum í gluggum, ætla að hafa þau aðeins lengur allavega meðan það er svona dimmt úti.
Skólinn byrjaður hjá báðum stelpunum og lífið farið að ganga sinn vanagang sem er bara mjög gott þó að jóla og áramótafríið hafi verið dásamlegt.
Mér finnst bara ótrúlegt að það sé strax kominn 10. janúar, dagarnir hreinlega þjóta hjá. Arna mín að verða 13 ára eftir nokkra daga og stutt í að Darri minn verði 5 ára. Sunna Líf farin að huga að því hvað skal gera eftir stúdentspróf. Hún er ung og dugleg og getur gert hvað sem hún vill.
Það er ekki laust við að hugur minn leiti til Englands þessa dagana og ég er komin með hálfgerða heimþrá ( ég náttla bjó þar í einhverju fyrra lífi) er að reyna að semja við budduna mína um að komast þangað kannksi í mars. Æ annars þyrfti ég alveg að nota peninginn í annað t.d. að taka baðherbergið í gegn hjá mér. En England heillar.
Leynivinurinn minn gaf mér í gær kakóbolla og Swiss miss með sykurpúðum og núna ætla ég að fá mér einn bolla af heitu skúkkulaði og halda áfram að vinna.
Þangað til næst.
Athugasemdir
Blessuð, láttu það bara eftir þér að skella þér til Englands, það þarf ekkert að kosta neitt mikið. Skil vel hvað þú ert að segja þegar þú talar um hvað þér finnst þú vera komin heim þegar þú kemur þangað. Fann svipað þegar ég kom þangað, en ég bjó þar mestan part ársins ´96.....elska þetta land :-)
Íris Ásdísardóttir, 11.1.2008 kl. 21:35
Kosin aktífasti leynivinurinn á Þjóðskrá á nýársgleðinni! Glæsilegt. Alltaf svo gaman í vinnunni hjá okkur... ekki spurning.
Crawley í mars ... hugmyndin er sweeeet
Lilja Ingimundardóttir, 17.1.2008 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.