18.1.2008 | 09:58
Kaffi og kökur
hér í vinnunni í dag. Föstudagskaffi í dag þannig að megrunin er ónýt í dag
Það var ótrúlega gaman á nýársgleðinni síðasta föstudagskvöld, ég lét undan pressunni og söng uppi á sviði ásamt henni nöfnu minni. Það þarf væntanlega ekki að taka það fram að við slógum rækilega í gegn ég dansaði af mér tærnar og hælana og skemmti mér mjög vel. Ég komst að því hver leynivinurinn minn var;) var nú reyndar farið að gruna það þegar ég fékk afhent afsökunarbréf frá British Airways þar sem að þeir tjáðu mér leiða sinn yfir því að vera að hætta að fljúga til London Þetta hefði engum dottið í hug nema Dísu;)
Ég er búin að tryggja mér flugmiða með BA til London áður en þeir hætta að fljúga;) Ég og nafna mín förum út 6. mars ásamt 2 öðrum kellum. Get ekki beðið.
Ég hef verið einstaklega árrisul þessa viku eftir að hafa verið í 45 mínútur á leiðinni í vinnuna á mánudaginn. Ef ég legg af stað rúmlega 7 þá er ég ekki nema 10 mínútur.
Arna mín bíður núna spennt eftir að geta farið að nota mótorhjólið sem Viðar keypti handa henni um daginn en hún hefur ekki getað prófað það enn, vegna veðurs og svo vantar uppá öryggisbúnaðinn. Hún á afmæli eftir nokkra daga og vonandi leysast þau mál þá;) þ.e.a.s. með búnaðinn, um veðrið er ekkert hægt að segja.
Ég er orðin milljónamæringur!!! Fékk tölvupóst áðan um að ég hefði verið svo lánssöm að vinna 500.000. pund í einhverju tölvupóst lottói Ætli ég segi ekki bara upp í vinnunni í dag og bjóði öllum vinnufélugunum með mér til Crawley:)
Annars er að ég að vinna óvenju mikið þessa dagana, fengum smá verkefni hérna í vinnunni sem að við vinnum í næturvinnu. Það er bara gaman og ég kaupi mér svo bara pund fyrir alla næturvinnuna.
Um helgina ætla ég að reyna að þvo þvottafjallið sem bíður heima hjá mér og slappa af og elda góðan mat og knúsa börnin og manninn og og og.
Eigið góða helgi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.