Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir

eða er það ekki?? Það er nú samt pínu erfitt að halda því fram við börnin mín eftir það sem hefur gengið á í Borgarstjórn Reykjavíkur undafarna dagaCrying Ég get ekki með nokkru móti útskýrt þetta fyrir þeim þegar þau spyrja mig af hverju þetta er svona og hinsegin og af hverju það er kominn nýr borgarstjóri og hvers vegna þessi sagði þessum ekki frá þessu og hinu og jabberí jabb. Það verður samt gaman að fylgjast með þessu næstu vikur.

Arna mín orðin 13 ára, hún hélt náttfatapartý á laugardagskvöldið og það gistu 8 stelpur hjá henni, svaka fjör. Þær fengu Sunnu herbergi lánað og skemmtu sér þar fram eftir kvöldi og við bara vissum ekki af þeim þarna í kjallaranum. Wizard

ÉG fór á skemmtilegan fund í gærkvöldi með nokkrum bekkjarfélögum úr barnaskóla. Við erum að skipuleggja endurfundi árgangsins okkar þar sem að það voru 20 ár í fyrra síðan við útskrifuðumst úr ÖldutúnsskólaUndecided Það er alltaf jafn gaman að hitta gamla skólafélaga og það er svo fyndið að þó að maður hitti þá sjaldan þá finnst mér alltaf að ég hafi bara verið að spjalla við þá í gær. Sennilega er þetta vegna þess að við sátum saman í skólastofu í 10 ár. Við stefnum að því að hafa þessa endurfundi í apríl og ég hlakka bara til.

Um helgina á að vera svo kalt að það er spurning um að leggjast bara í dvala og liggja þar fram yfir helgi. Heyrði í útvarpinu í gær að sundlaugarnar á Akranesi og í Borgarnesi verða lokaðar fram yfir helgi vegna kuldans. BRRbrrr. Eins gott að ég keypti mér skíðaúlpu í Crawley síðast þegar ég var þarLoL

Það styttist í næstu ferð þangað. 35 dagar:):) Get ekki beðið.

Hafið það gott og hlýjið hvert öðru í kuldanum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Frábært !! Ég vil endilega mæta, þið látið mig vita. :-)

Íris Ásdísardóttir, 4.2.2008 kl. 22:12

2 identicon

Þú varst nefnilega akkúrat að hugsa um að það gæti komið kuldakast þegar úlpan góða ver keypt..............

                    Svilkonan.................... 

                      (Stóðst ekki mátið) 

Frúdís (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 16:50

3 Smámynd: Ruth Ásdísardóttir

Frábær hugmynd hjá þér Anna, er að fatta að það eru 20 ár síðan minn árgangur útskrifaðist úr Öldutúnsskóla....mikið líður tíminn hratt! :) Gangi ykkur vel í undirbúningnum...

Ruth Ásdísardóttir, 9.2.2008 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband