Stundum á ég ekki til orð

yfir honum Pétri Blöndal. Var að hlusta á hann á Bylgjunni í morgun þar sem hann reyndi að sannfæra þáttarstjórnendur og hlustendur um að það væri allt í himnalagi í þessu þjóðfélagi og að kennarar væru bara með laun í samræmi við menntun. Það er algjört grundvallaratriði finnst mér að kennarar barnanna okkar á sama hvaða skólastigi þau eru séu með mannsæmandi laun. Ég styð kjarabarráttu kennara heilshugar og finnst að þeir eigi að vera með töluvert hærri laun en þeir hafa í dag. Er ekki algjört grundavallaratriði að börnin okkar fái þá bestu menntun sem völ er á ? Stór hluti kennara sem útskrifast úr KHÍ fer í framhaldsnám og skilar sér ekki út í grunnskólana. Pétur segir að ástæðan sé ekki léleg laun heldur hafi námsmenn á Íslandi það of gott. Undarlegt sjónarmið en sjónarmið eigi að síður.

Ég er búin að uppgötva soldið!! Ég er háð Pepsi. Ég drekk ekki mikið af því en þegar ég kem heim úr vinnunni þá byrja ég á að ganga frá lauslegu drasli sem ég sé og kveiki á kertum og sest niður með 1 glas af Pepsi. I love it. Ég er farin að standa mig að því að bíða eftir þessu Pepsi glasi þegar ég kem heimCrying Ég reyni að drekka ekki mikið gos og ef ég fæ mér gos í vinnunni þá er það Kristall+ en þetta með Pepsíið er bara ekki mjög einfalt því að ég veit aldrei hvort að það er betra að drekka Pepsi eða Pepsi Max, jú í Pepsi er sykur sem er auðvitað ekki hollur og í einu glasi af sykruðu gosi eru ca. 300 kaloríur sem er auðvitað ekki gott þegar maður vill frekar missa kíló en bæta þeim á sig, en á hinn veginn þá er í Pepsi Max allkonar óæskileg efni eins og t.d. aspartam og súklótam og hvað þetta heitir nú allt saman og það er ekki hollt heldur. Þannig að ég á í stöðugri baráttu við sjálfa mig út af þessu Pepsi glasi sem ég leyfi mér eftir vinnu. Á ég að drekka venjulegt með sykri eða Max með aspartami?? Það er vandlifað í þessum heimi. Ég hef reynt að hafa það þannig að ég kaupi til skiptis Pepsi og Pepsi Max:) fer soldið eftir því hvort er á tilboði í BónusGrin

Annars er allt gott að frétta, Sunna og Tanja fóru til Köben síðasta fimmtudag ( eða ætluðu  þá )og biðu í rúmlega hálfan sólarhring á Leifstöð eftir að Iceland Express gæti flogið vegna veðurs. Önnur flugfélög sendu sínar vélar í loftið eins og ekkert væri en IE virðist vera með eitthvað minni eða lélegri vélar. Þar af leiðandi komu þær rúmum hálfum sólarhring of seint til Köben og voru þá búnar að vaka í sólarhring og sváfu fyrsta daginn. Frekar glatað. En þær skemmtu sér vel eigi að síður og eitthvað hafði bæst í töskurnar hjá þeim þegar þær komu heim. :)

á mánudaginn lést sjónvarpið okkar við skyldustörf eftir 10 ára dygga þjónustu við okkur eigendurna:) Viðar keypt nýtt á þriðjudaginn og í gærkvöldi horfði ég á í nýja sjónvarpinu alveg stórmerkilegan þátt á RUV sem hét "Blue Bhudda in Russi". Hann er um Buddha munka í Tíbet og lækningaraðferðir þeirra. Ég var alveg heilluð og hef tröllatrú á því þeim þeir eru að gera þarna. Einnig horfði ég á Ophru þar sem fjallað var um geðhvarfasýki og var það einnig alveg stórmerkilegur þáttur. Ég held að það séu bara betri þættir í nýja sjónvarpinu en því gamlaLoL

Í dag eru 3 vikur þangað til að ég fer til Englandsins góða. Ég held svei mér þá að það verði bara komið vor þar þegar ég kem.

Endurfundir árgangsins okkar eru í undirbúningi og er dagurinn ákveðinn 19. apríl:) takið hann frá þið sem voruð í Öldó með mér. Þið fáið bréfið svo fljótlega þar sem þetta er útlistað nánar. Þetta verður bara gaman.

Mig vantar svo góða bók að lesa núna, hef lesið meira núna frá jólum en ég hef gert lengi en núna þrái ég að finna einhverja svo góða bók að hún skilji eitthvað eftir sig. Ég hef nokkrum sinnum um æfina lesið bækur sem að hafa heillað mig svo að ég hef algjörlega dottið ofan í söguna og verið svekkt þegar henni lýkur og svo ekki hugsað um annað í marga daga á eftir. Þetta hafa verið alveg jafnt sannar sögur og skáldaðar.  Bækurnar sem að ég hef verið að lesa núna eru svo sem allar ágætar en ég hætti að hugsa um þær um leið og ég lýk síðustu setningunni, en mig vantar svo einhverja hrikalega góða bók sem skilur eitthvað eftir og gerir mig alveg agndofa:) Ég á mér alveg nokkrar uppáhaldsbækur sem ég les mjög reglulega og sumar hef ég lesið margoft og jafnvel í fyrsta skipti þegar ég var barn eða unglingur. En ég auglýsi hér með eftir einhverri hrikalega góðri bók til að sökkva mér ofan í . Tek það fram að ég er ekki mjög hrifin af vísindaskáldsögum og ekki ástarsögum úr " Rauðu seríunni" Kissing.

ÉG hef alls ekki soffið nógu vel þessa viku og held ég að ástæðan sé sú að þegar ég kem uppí rúm á kvöldin þá loksins hef ég tíma til að hugsa um það hvað ég ætla að gera í garðinum mínum þegar fer að vora. Er með allskonar hugmyndir í gangi og ligg heilu tímana uppí rúmi að spá og spekúlera. Er ekki annars alveg að koma vor?:)

Hrefna mín orðin 12 ára og Inga og Óli aðð fara til Barcelona á morgun á afmælisdaginn hans Óla. Til hamingju með afmælin Hrefna og Óli.

Eigið góðan dag


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Drekktu frekar Pepsi....ekki Pepsi max !!! Aspartamið er of mikið eitur til að setja það oní maga, og þá er sykurinn betri. Skemmtu þér nú vel úti. :-)

Íris Ásdísardóttir, 22.2.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband