Loksins komin með hitaveitu:)

Sem þykir nú sjálfsagt mál hjá flestum en það hefur verið ansi kalt í húsinu okkar í vetur og urðum við að bregða á það ráð að kaupa tvo rafmagnsofna til að reyna að fá yl í kroppinn. En eftir margra daga tilraunir og allskyns pælingar þá loksins tókst Viðari að gera við hitann í gær og bojóboj munurinn að koma niður í morgun og vera ekki skjálfandi á beinunum.

Ég og Viðar og Darri erum öll búin að fá gubbuna í vikunni. Frábært eða þannig. En samt gott að klára það áður en ég fer til Englands á fimmtudaginn í næstu viku:):)

Við eins og flestir landsmenn fylgdumst spennt með laugardagslögunum á RUV um síðustu helgi, ég er sátt við lagið sem vann og efast ekki um að þau verði landi og þjóð til sóma. Ég hefði samt alveg viljað sjá dr. Spock vinna þeir voru bara snilldLoL

Hér í vinnunni minni er nú í undirbúningi árlegur þrifadagur og þar sem ég er í starfsmannafélaginu þá hefur verið nóg að gera hjá mér við að undirbúa það og svo partýið sem verður eftir þrifin. Alltaf fjör hérW00t

Það er einhver vetrardrungi yfir mér þessa dagana og ég er alveg til í að fara að fá vor. Mig langar svo að fara að byrja að vinna í garðinum mínum og taka til og týna rusl og gera soldið fínt þar. Hann er alveg hrikalega druslulegur núna og það pirrar mig að líta út um gluggann og horfa á garðinn svona. Ég vill vor. Annars skilst mér að rétti tíminn til að klippa tré sé bara um það bil núna svo kannski bara get ég byrjað fljótlega.

Viðar er allur að koma til í öxlinni sem hann braut um daginn svo hann verður kominn í gírinn þegar framkvæmdirnar byrja í garðinum okkar. Hann er í sjúkraþjálfun tvisvar í viku og ætti að fara að getað notað hendina. Hann hefur ekkert komist með Örnu að hjóla út af öxlinni og hún bíður óþreyjufull eftir að geta farið að hjóla á mótorhjólinu sínu.

Pétur Blöndal enn og aftur bjargaði morgninum mínum, hann var á Bylgjunni í morgun eins og oft áður og var eins og oft áður að tala um eyðslu landsmanna og að við ættum að spara en ekki eyða og þegar hann talar um þetta þá minnist hann ALLTAF á að landsmenn verði að hætta að kaupa sér flatskjái og spara frekar. Nú þekki ég Pétur ekki persónulega og veit ekki hvort að hann á eða horfir á sjónvarp en mér þætti gaman að vita hvað hann gerir næst þegar hann þarf að endurnýja sjónvarpið sitt því að það fást ekki annað en flatskjáir í dag. Hann er sennilega ekki búinn að fatta það, því að stundum finnst mér hann tala um að þjóðin sé svo skuldsett vegna allra flatskjánna sem við höfum fjárfest í. Gasp Pétur hefur rétt fyrir sér að mörgu leyti og auðvitað ættu allir að spara meira og eyða minna. Það er bara svo erfitt að spara þegar maður skuldar mikið, en skuldirnar mínar eru ekki tilkomnar vegna flatskjákaupa þó að ég hafi fjárfest í einum fyrir hálfum mánuði. Ég hef ekkert á móti Pétri þið megið ekki halda það. Það er bara gaman að hlusta á hann.

Ég var að fá nýjan stól í vinnunni og í gær kom sjúkraþjálfari til að hjálpa mér að stilla hann og kenna mér rétta líkamsbeitingu við vinnuna. Ég hef ekkert mátt vera að því að vinna síðan því að ég er alltaf að spá í hvort að ég sitji ekki örugglega í réttri hæð og í réttri fjarðlægð frá tölvuskjánum og með 90° horn á hnjánum og axlirnar í réttri stöðuErrm Stóllinn er fínn samt.

Ferðataskan er komin úr geymslunni og bíður spennt eftir að fara til London:) ég held að það sé meira að segja komið vor þar, allavega er mun hlýrra þar en hér. Kannksi ég verði bara sólbrún þegar ég kem heimCool

Þangað til næst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband