Heitt..

já það er heitt hérna í vinnunni minni í dag, við sátum úti í hádeginu og það lak af okkur svitinn og þó að við séum með alla glugga opna og viftur í gangi og varla í fötum þá er okkur samt mjög HEITT. Ekki að ég sé að kvarta yfir því að það sé sól og gott veður, heldur vildi ég bara svo mikið frekar vera úti í garði heima hjá mér í þessu veðri en hér inni í hitanum. Ég fer í frí 9. júlí í 2 vikur og vonandi verður svona gott veður þáCool

Fallegi bærinn minn Hafnarfjörður er orðinn 100 ára, hann ber aldurinn vel og skartar sínu fegursta þessa dagana. Um síðustu helgi var mikil afmælishátíð í bænum og mikið um að vera. Ég verð alveg að viðurkenna að ég var ekki dugleg að sækja þá viðburði sem í boði voru, ekki af því að ég hefði ekki áhuga á því heldur var ég bara svo busy heima hjá mér. Á laugardaginn var garðurinn grafinn upp fyrir framan húsið og gert eitt bílastæði í viðbót sem er mjög gott. En í leiðinni rakst grafan aðeins í rafmagnskapal sem var að þvælast þarna ofan í moldinni og þar með fór rafmagnið af húsinu og það þurfti að hringja í mann frá Hitaveitunni til að laga það og til að laga það varð að rífa plötur af veggjunum í kjallaranum hjá Sunnu Líf. Hún var nýbúin að koma herberginu sínu og stand og gera voða fínt hjá sérFrown Hún var ekki mjög glöð, en þetta verður lagað mjög fljótlega. Á laugardagskvöldið reyndar grilluðum við góðan mat og buðum fólki í mat. Við kellurnar kíktum svo aðeins á Fjörukránna en karlarnir fóru að sofa. Ég held að það séu 6 ár síðan ég kom síðast á Fjörukránna og það var bara fínt:) W00t

Miðjan mín er næstum flutt í hesthúsið og keppti á Sörla móti á fimmtudagskvöldið síðasta og var í öðru sæti:) Hún er bara flott. Fékk einkunnir áðan sem eru bara flottar og er svo bara komin í sumarfrí. Sumarfríinu mun hún væntanlega eyða í hesthúsinu og örugglega eitthvað í sveitinni og svo ætlar hún að passa bróðir sinn í 2 vikur í júlí.

Eins og flestir vita þá skalf jörð á Suðurlandi á fimmtudaginn og þó að vinnan mín sé í Reykjavík þá fundum við VEL fyrir stóra skjáltanum hér. Mér er alveg meinilla við jarðskjálfta sérstaklega eftir skjálftann 17. júní 2000 því að þá vorum við stödd inni í Nóatúni á Selfossi ( sem reyndar hét KÁ þá) og það var skelfilegt. En að það skuli ekki hafa orðið alvarleg slys á fólki í þessum skjálfta nú finnst mér stórkostlegt og alveg með ólíkindum. Hlutina má alla bæta en líf og limi fólks ekki. Ég finn til með fólkinu sem býr þarna fyrir austan að búa við þessu óvissu núna þessa dagana.. er að koma annar skjálfti eða ekki?? Vonandi er þetta búið.

Sumarafleysingarnar byrjaðar að vinna hér svo ég ætla að fá mér kaffibolla og láta þær vinna:)

 Bæ í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Viðurkenni hér með að þetta voru verstu augnablik ævi minnar þegar húsið mitt lyftist upp með jörðinni og datt niður aftur um leið og húsgögnin mín ( sem ekki voru fest við vegg )mörg hver skullu í gólfið í flestum herbergjunum, yfirgnæfandi hávaði bæði frá jörðinni sjálfri og innbúinu að smallast og húsinu að hristast og lyftast var hreint út sagt hræðileg upplifun. Ég lá á gólfinu að leika við Patrek litla þegar skjálftinn skall á og rétt náði að grípa hann í fangið og var svo eitthvað að bisast við að reyna að grúfa mig yfir hann en það tókst ekki því við hentumst svo rosalega til.........þetta vil ég ekki upplifa aftur. :-(

Íris Ásdísardóttir, 5.6.2008 kl. 12:55

2 Smámynd: Lilja Ingimundardóttir

Þetta var minn fyrsti jarðskjálfti.

Þó mér hafi þótt þetta svolítið spennandi upplifun, að þá hefur mér sjaldan fundist ég vera jafn lítil eins og þegar skjálftinn reið yfir.

Takk fyrir síðast Anna mín

Lilja Ingimundardóttir, 8.6.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband