Ég er á leiðinni á Landsmót

hestamanna á Hellu. Arna mín er að fara að keppa þar. Hún tók þátt í úrtökumóti fyrir Landsmótið um síðustu helgi og vann til allra þeirra verðlauna sem hún gat unnið. Hún var í 1. sæti í sínum flokki og fékk ásetuverðlaun og vann sér inn þáttökurétt á Landsmótinu. Ég er ekkert smá hreykin af henni, hún stóð sig frábærlega og líka Óskar hesturinn sem hún keppir á.

 keppa og flr 037

Þarna er hún með verðlaunagripina sem hún fékk. Við erum að bíða eftir að fá einhverja skrá yfir það hvenær hún á að keppa svo við getum farið að skipuleggja hvernig við höfum þetta og hvar við verðum og svona. Ég set fleiri myndir af henni á Óskari í Myndaalbúmið. Hún eyðir mestum tíma dagsins í hesthúsinu að undirbúa sig fyrir Landsmótið.

Við erum annars bara hress í góða veðrinu þó að gengið sé í mikilli sveiflu þessa dagana, þar sem þetta er mikið hagsmunamál fyrir okkur að krónan styrkist þ.e.a.s. þá er ég orðin hálfmanísk og er alltaf að kíkja á gengið á netinuGrin Ég fer í sumarfrí í 2 vikur 9. júlí og svo þegar við förum út 19. ágúst. Viðar fer í eitthvað frí vonandi í júlí en svo er hann að fara á hreindýr í ágúst áður en við förum út svo sennilega tekur hann fríið sitt í ágúst.

Sunna mín stefnir á að vera á Spáni í vetur að læra spænsku og taka nokkra áfanga í FG í fjarnámi með. Hún vinnur nú baki brotnu til að safna sér pening til að eiga í haust og svo ætlar hún að koma heim í desember og taka prófin og vinna meir og fara aftur út í byrjun janúar. Þetta er allavega stefnan eins og er. Mér finnst mjög skrýtið að hugsa til þess að hún verði svona lengi að heiman en hún er að verða 19 og telst vera að verða fullorðin. Crying

Ég eins og aðrið landsmenn fylgist vel með því hvað er að gerast í efnahagsmálunum og ef ég á að vera hreinskilin þá bara skil ég hvorki upp né niður í þessu öllu saman. Það eina sem ég skil er að erlenda lánið sem við tókum í fyrra þegar við keyptum húsið hefur hækkað upp úr öllu valdi eins og allt annað svosem, ég finn mun á því að fara út í búð og versla í matinn mér finnst allt hafa hækkað. Pétur Blöndal vinur minn var á Bylgjunni í morgun og hann segir að verkföll séu bara ofbeldi. En hvað með rétt fólks til að fá kjör sín bætt? Það vill engin fara í verkfall en stundum virðiðst það vera eina leiðin. Því miður.

ÉG heyrði í útvarpinu að í gær var ákveðið að hækka ekki stýrivexti í Bandaríkjunum og halda þeim áfram 2% !!! 2%!! Á Íslandi eru þeir 15%!!Devil og ekkert útlit fyrir að þeir lækki á næstunni. Er það málið?? Að halda vöxtunum hér svona háum ? ÉG held ekki, má ekki prófa hitt og sjá hvað gerist? Cool Hvernig væri að prófa líka að ráða fólk með menntun í samræmi við störfin í Seðlabankann? Ekki bara stjórnmálamenn sem eru hættir í stjórnmálum?? Æ annars á maður ekki að vera að kvarta er það nokkuð?Undecided

Ég er allavega með sól í hjarta og hlakka til að horfa á miðjuna mína spreyta sig á Landsmótinu og fara svo í frí með Darranum mínu eftir 2 vikur. Við ætlum að vera dugleg að fara í sund og fara í Fjölskyldu og Húsdýragarðinn og fullt annað skemmtilegt.

Bæ í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband