3.10.2008 | 13:15
Er í þungum þönkum
þessa dagana yfir ástandinu í þjóðfélaginu. Langar ekki einu sinni að kíkja á greiðsluseðilinn af erlenda húsnæðisláninu mínu til að vita hvað lánið er orðið hátt, ég veit það bara að það er orðið MUN HÆRRA en andvirði hússins. Okkur líður samt svo vel í húsinu okkar og bara vonum að ástandið fari að lagast. En það verður ekki farið til Crawley fyrir þessi jól það er alveg á hreinu, þeir verða bara að sakna mín á pöbbnum þar Ég vona bara að þetta ástand verði til þess að ég og fleiri lærum að slaka aðeins á kröfunum og njóta þess sem við höfum þó:)
Sunna mín er á Spáni og búin að vera þar í mánuð og ætlar að vera í 2 mánuði í viðbót, gengið hefur þó að sjálfsögðu breytt miklu hjá henni því að bæði leigan og skólin kosta jafn margar evrur og áður en fleiri íslenskar krónur og það verður minna úr peningunum sem hún var búin að safna sér. En hún lætur vel af sér og sparar bara meir. Hjá henni er ennþá sumar og sól en ekki snjór eins og hér.
Fyrir 2 vikum var keyrt á kisuna okkar hana Kapitólu og hún dó Það var mikil sorg á heimilinu og ekki síður hjá okkar fullorðna fólkinu en börnunum, það er ótrúlegt hvað maður getur tengst svona litlu dýri. En hún var dásamleg og við söknum hennar mikið.
Það hefur reyndar enn fjölgað í fjölskyldunni því að til okkar er fluttur hann Tumi sem er svartur labrador strákur sem er voða sætur og góður. Arna og Viðar eru foreldrar hans :) og ég bara svona frænka hans Þetta var semsagt þeirra hugmynd að fá hund, en auðvitað þykir mér orðið voða vænt um hann.
Við áttum frábærar 2 vikur á Tenerife með góðu fólki og mælum alveg með þessum stað. Verst hvað flugið þangað er langt Sem betur fer var evran ekki alveg orðin svona há þegar við vorum þar því að það er ekki ódýrt að vera til á Tenerife. Ég reyni að setja myndir þaðan inn þegar ég hef tíma.
Þann 25. september varð ég föðursystir :) Ingvar bróðir og Linda eignuðust dásamlegan prins sem lá svo á í heiminn að hann kom 2 vikum fyrir áætlaðan dag en það kom ekki að sök því að hann var greinilega alveg tilbúinn. Ég er að fara að knúsa hann í kvöld og get ekki beðið
Á morgun erum við hjónin að fara á Hótel Flúðir með vinnunni minni þar sem við ætlum að borða góðan mat og skemmta okkur með hinu skemmtilega fólkinu. Eins gott að borða vel þar sem að ég las það áðan á visir.is að framkvæmdarstjóri Bónus hvetur fólk til að birgja sig upp af innfluttri vöru þar sem ekki er til gjaldeyrir í landinu til að leysa út vörur !! Common !!
Nú bíð ég bara spennt eftir að Ríkistjórn þessa lands komi með eitthvað útspil til að reyna að bæta ástandið, en á meðan þeir funda ætla ég að skemmta mér á Flúðum og hafa það gott.
Vona að þið hafið það líka gott
Athugasemdir
Ég samhryggist ykkur innilega vegna Kapitólu. Það er svo sárt að missa þessi yndislegu dýr. Ég má þó til með að spyrja, hefurðu lesið bókina um Kapitólu eftir Emma D. E. N. Southworth? Á frummálinu heitir hún The Hidden Hand - einstaklega skemmtileg lesning!
Jafnframt óska ég þér til hamingju með fjölskyldustækkunina. Hlakka til morgundagsins.
Sigurður Axel Hannesson, 3.10.2008 kl. 18:35
Takk Siggi minn og takk fyrir síðast. Þetta var nú aldeilis gaman hjá okkur. Ég hef lesið Kapitólu og það nokkrum sinnum mjög góð bók en það var samt ekki ég sem valdi þetta nafn á kisuna. Sjáumst.
Anna Ey (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.