Búin að vera með hor og kvef

en er öll að koma til. Var heima mánudag og þriðjudag en kom í vinnuna í gær. Eins gott svo að það fari ekki allt til andskotans hér .. Cool. Við erum búin að setja jólaseríu utan á húsið okkar og ljós í flesta glugga, mér finnst þetta dásamlegt í myrkrinu þessa dagana, og svo kertaljós út um allt inni. Umm.

Við Arna erum búnar að baka smákökur alveg tvær sortir og ég held að það sé búið að borða þær næstum allar líka;)

Um þar síðustu helgi fór ég á Hótel Glym í Hvalfirði með vinnufélugunum þar sem við borðuðum góðan mat og skemmtum okkur saman. Dásamlegt hótel sem er án efa best geymda leyndarmálið á svæðinu. Frá veginum er ekki hægt að sjá að þetta sé neitt merkilegur staður en þetta er dásamlegt lítið hótel með góðri aðstöðu og heitum pottum og flottum herbergjum. Maturinn var frábær og þetta var bara meiriháttar ferð hjá okkur. ÉG hef ekki dansað svona mikið mjög lengi:)

Ég var búin að vera að spá í að fara út fyrir jólin og reyna að klára jólainnkaupin annars staðar en í Kringlu eða Smáralind og svo ákváðum við ég og nafna mín að skella okkur bara til Crawley fyrir jólin. Crawley er fyrir þá sem ekki vita 100.000 manna smábær rétt fyrir utan London. Ég fór þangað fyrir jólin í fyrra og svo aftur um daginn á leiðinni til Spánar og er mjög skotin í staðnum. Anyways við nafna semsagt keyptum okkur flug og pöntuðum okkur hótel 13-16 des. Eitthvað vakti þetta athygli annara húsmæðra sem þyrstir í skemmtun og jólainnkaup því að við erum orðnar 11 að fara saman:) 11 ungar konur;) saman að kíkja í búðir og á pöbbana og út að borða. Dásamlegt!!!! Við erum búnar að panta okkur borð öll kvöldin á veitingastöðum þarna á svæðinu og það verður nú meira stuðið þegar við mætum;) Ég get ekki beðið. Spenningurinn í hópnum er mikill og er varla talað um annað þessa dagana.

Ég ætla að gera jólaglögg um helgina því að það er eina helgin sem ég hef lausa fyrir jól það er svo hrikalega stutt til jóla. 7. des er jólagleði í vinnunni og 8.des fer ég ásamt fríðu föruneyti á Bjögga tóleikana í höllinni og svo helgina eftir það verð ég bara í útlandinu að skemmta mér ásamt fríðu föruneyti og svo eru bara komin jól.

Sunna og Grétar ætla að skella sér til Köben 12-16 des og upplifa smá jólastemmningu þar. Hún er búin í prófum 10. des svo hún hefur gott af því að komast aðeins í jólafíling í Tivolí. Hún er að byrja í prófum eftir helgina og er orðin stressuð fyrir það. Hún er að læra öllum stundum þessa dagana og vinnur svo alltaf aðra hverja helgi.

Nú fer að byrja törn hjá Örnu í kórnum, það eru jólatónleikar og ýmislegt framundan hjá þeim. Það er ekki alveg ákveðið hvort að þær syngja í miðnæturmessu á aðfangadagskvöld eins og í fyrra en ef að það verður þá förum við Sunna í messu eins og í fyrra. Ég hefði ekki farið nema af því að Arna var að syngja en mikið var það dásamlegt og jólalegt. Ég fann fyrir miklum frið og svona sönnum jólalanda.

Darrinn bíður spenntur eftir að mega byrja að opna jóladagatalið sem bíður á borðinu hans, hann fer á jólaball með Segja frænda um helgina og hlakkar mikið til. Hann fékk jólaljós í gluggann hjá sér og finnst svo kósý að sitja inni í herberginu sínu og horfa á ljósið í glugganum. Ég veit svo ekki hvort okkar er spenntara fyrir skónum sem verður settur í gluggann 11. des. Mér finnst þetta alltaf svo gaman og þar sem þetta er yngsta barnið mitt þá ætla ég að reyna að halda í þetta sem lengstHalo Hin börnin fá nú reyndar alltaf eitthvað smá frá jólasveininum líka. Þær eru greinilega bara svona stilltar:)

Mér finnst umræðan um bleiku og bláu fötin á fæðingardeildinni fáránleg og ætla ekki að eyða meira púðri í það. AUÐVITAÐ VILDI ég að stelpurnar mínar væru í bleiku og strákurinn í bláu. Þetta eru jú stelpur og hann strákur.

Ég er búin að skreyta hornið mitt í vinnunni og ætla núna að fara að reyna að vinna smá innan um jólaskrautið.

Eigið góða aðventu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband