Færsluflokkur: Bloggar
3.11.2008 | 12:36
Held ég setji bara upp jólaljós
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2008 | 10:30
TEKINN
Já höfum við ekki öll verið tekinn? Bankinn minn sem grátbað mig að taka lán og helst mikið af þeim og með háum vöxtum. Hann sendi mér kreditkort óumbeðinn heim með mörg hundruð þúsund króna heimildum og hækkaði yfirdráttinn minn bara um leið og ég hugsaði það og ég þurfti ekki einu sinni að fara í bankann bara senda email. Ef að ég var svo í vandræðum með að borga af þessu öllu þá lánaði hann mér bara meir til að það væri nú hægt að halda kreditkortinu opnu. Hann er Farinn bankinn minn !!. Farinn hvert?? tja ég veit það ekki en það stóð allavega í blöðunum að hann væri farinn. Ég heiti Anna og ég var tekinn. Punk´d. Nú bara vona ég að það sé ekki búið að reka þjónustufulltrúann minn svo ég geti kannski samið eitthvað um að greiða af þessu öllu. Eða á bankinn mig eða ég hann?? Fyrir tveimur vikum hefði ég svarað því þannig að bankinn ætti mig en núna? ég á bankann er það ekki? með ykkur öllum. Það var samt ekkert á planinu hjá mér að eignast banka, allavega ekki núna meðan lausafjárkreppan er viðvarandi hjá mér og gjaldeyrisforðinn minn engin og íslenska krónan í mestu vandræðum. Það hefði verið á allt öðrum tímapunkti sem ég hefði ætlað mér að eignast banka.
Ég er samt ekki í sjokki og ekki mjög reið allavega ekki ennþá, og ég mun ekki þurfa á áfallahjálp að halda út af þessu eða hringja í hjálparsíma Rauða krossins eða fá einhverja sálgæslu. En ég skil að margir þurfi á því að halda. Ég er svo lánsöm að það sem að ég átti í bankanum mínum voru bara skuldir, ég var ekki orðin hluthafi og átti ekkert inni í sjóðum og ég veit að skuldirnar mína hverfa ekkert svo ég er róleg.
Á föstudagskvöldið var smá gleðskapur heima hjá mér og þá meina ég smá en hann endaði með flugeldasýningu þegar það kveiknaði í gashitaranum úti í gróðurhúsi. Slökkviliðið kom og bjargaði því en ég aftur á móti er undir pressu núna að enda öll partý svona flott, veit ekki hvort ég stend undir því. En það er allavega alltaf fjör í Köldukinninni
Annars var ég í foreldraviðtali í morgun hjá Örnu og allt krepputal og peningaáhyggjur urðu að engu þegar ég sveif út úr skólanum eftir viðtalið við kennara þessarar dásamlegu stúlku.
Lifið heil og passið hvort annað vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2008 | 13:15
Er í þungum þönkum
þessa dagana yfir ástandinu í þjóðfélaginu. Langar ekki einu sinni að kíkja á greiðsluseðilinn af erlenda húsnæðisláninu mínu til að vita hvað lánið er orðið hátt, ég veit það bara að það er orðið MUN HÆRRA en andvirði hússins. Okkur líður samt svo vel í húsinu okkar og bara vonum að ástandið fari að lagast. En það verður ekki farið til Crawley fyrir þessi jól það er alveg á hreinu, þeir verða bara að sakna mín á pöbbnum þar Ég vona bara að þetta ástand verði til þess að ég og fleiri lærum að slaka aðeins á kröfunum og njóta þess sem við höfum þó:)
Sunna mín er á Spáni og búin að vera þar í mánuð og ætlar að vera í 2 mánuði í viðbót, gengið hefur þó að sjálfsögðu breytt miklu hjá henni því að bæði leigan og skólin kosta jafn margar evrur og áður en fleiri íslenskar krónur og það verður minna úr peningunum sem hún var búin að safna sér. En hún lætur vel af sér og sparar bara meir. Hjá henni er ennþá sumar og sól en ekki snjór eins og hér.
Fyrir 2 vikum var keyrt á kisuna okkar hana Kapitólu og hún dó Það var mikil sorg á heimilinu og ekki síður hjá okkar fullorðna fólkinu en börnunum, það er ótrúlegt hvað maður getur tengst svona litlu dýri. En hún var dásamleg og við söknum hennar mikið.
Það hefur reyndar enn fjölgað í fjölskyldunni því að til okkar er fluttur hann Tumi sem er svartur labrador strákur sem er voða sætur og góður. Arna og Viðar eru foreldrar hans :) og ég bara svona frænka hans Þetta var semsagt þeirra hugmynd að fá hund, en auðvitað þykir mér orðið voða vænt um hann.
Við áttum frábærar 2 vikur á Tenerife með góðu fólki og mælum alveg með þessum stað. Verst hvað flugið þangað er langt Sem betur fer var evran ekki alveg orðin svona há þegar við vorum þar því að það er ekki ódýrt að vera til á Tenerife. Ég reyni að setja myndir þaðan inn þegar ég hef tíma.
Þann 25. september varð ég föðursystir :) Ingvar bróðir og Linda eignuðust dásamlegan prins sem lá svo á í heiminn að hann kom 2 vikum fyrir áætlaðan dag en það kom ekki að sök því að hann var greinilega alveg tilbúinn. Ég er að fara að knúsa hann í kvöld og get ekki beðið
Á morgun erum við hjónin að fara á Hótel Flúðir með vinnunni minni þar sem við ætlum að borða góðan mat og skemmta okkur með hinu skemmtilega fólkinu. Eins gott að borða vel þar sem að ég las það áðan á visir.is að framkvæmdarstjóri Bónus hvetur fólk til að birgja sig upp af innfluttri vöru þar sem ekki er til gjaldeyrir í landinu til að leysa út vörur !! Common !!
Nú bíð ég bara spennt eftir að Ríkistjórn þessa lands komi með eitthvað útspil til að reyna að bæta ástandið, en á meðan þeir funda ætla ég að skemmta mér á Flúðum og hafa það gott.
Vona að þið hafið það líka gott
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.6.2008 | 11:07
Ég er á leiðinni á Landsmót
hestamanna á Hellu. Arna mín er að fara að keppa þar. Hún tók þátt í úrtökumóti fyrir Landsmótið um síðustu helgi og vann til allra þeirra verðlauna sem hún gat unnið. Hún var í 1. sæti í sínum flokki og fékk ásetuverðlaun og vann sér inn þáttökurétt á Landsmótinu. Ég er ekkert smá hreykin af henni, hún stóð sig frábærlega og líka Óskar hesturinn sem hún keppir á.
Þarna er hún með verðlaunagripina sem hún fékk. Við erum að bíða eftir að fá einhverja skrá yfir það hvenær hún á að keppa svo við getum farið að skipuleggja hvernig við höfum þetta og hvar við verðum og svona. Ég set fleiri myndir af henni á Óskari í Myndaalbúmið. Hún eyðir mestum tíma dagsins í hesthúsinu að undirbúa sig fyrir Landsmótið.
Við erum annars bara hress í góða veðrinu þó að gengið sé í mikilli sveiflu þessa dagana, þar sem þetta er mikið hagsmunamál fyrir okkur að krónan styrkist þ.e.a.s. þá er ég orðin hálfmanísk og er alltaf að kíkja á gengið á netinu Ég fer í sumarfrí í 2 vikur 9. júlí og svo þegar við förum út 19. ágúst. Viðar fer í eitthvað frí vonandi í júlí en svo er hann að fara á hreindýr í ágúst áður en við förum út svo sennilega tekur hann fríið sitt í ágúst.
Sunna mín stefnir á að vera á Spáni í vetur að læra spænsku og taka nokkra áfanga í FG í fjarnámi með. Hún vinnur nú baki brotnu til að safna sér pening til að eiga í haust og svo ætlar hún að koma heim í desember og taka prófin og vinna meir og fara aftur út í byrjun janúar. Þetta er allavega stefnan eins og er. Mér finnst mjög skrýtið að hugsa til þess að hún verði svona lengi að heiman en hún er að verða 19 og telst vera að verða fullorðin.
Ég eins og aðrið landsmenn fylgist vel með því hvað er að gerast í efnahagsmálunum og ef ég á að vera hreinskilin þá bara skil ég hvorki upp né niður í þessu öllu saman. Það eina sem ég skil er að erlenda lánið sem við tókum í fyrra þegar við keyptum húsið hefur hækkað upp úr öllu valdi eins og allt annað svosem, ég finn mun á því að fara út í búð og versla í matinn mér finnst allt hafa hækkað. Pétur Blöndal vinur minn var á Bylgjunni í morgun og hann segir að verkföll séu bara ofbeldi. En hvað með rétt fólks til að fá kjör sín bætt? Það vill engin fara í verkfall en stundum virðiðst það vera eina leiðin. Því miður.
ÉG heyrði í útvarpinu að í gær var ákveðið að hækka ekki stýrivexti í Bandaríkjunum og halda þeim áfram 2% !!! 2%!! Á Íslandi eru þeir 15%!! og ekkert útlit fyrir að þeir lækki á næstunni. Er það málið?? Að halda vöxtunum hér svona háum ? ÉG held ekki, má ekki prófa hitt og sjá hvað gerist? Hvernig væri að prófa líka að ráða fólk með menntun í samræmi við störfin í Seðlabankann? Ekki bara stjórnmálamenn sem eru hættir í stjórnmálum?? Æ annars á maður ekki að vera að kvarta er það nokkuð?
Ég er allavega með sól í hjarta og hlakka til að horfa á miðjuna mína spreyta sig á Landsmótinu og fara svo í frí með Darranum mínu eftir 2 vikur. Við ætlum að vera dugleg að fara í sund og fara í Fjölskyldu og Húsdýragarðinn og fullt annað skemmtilegt.
Bæ í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2008 | 13:22
Heitt..
já það er heitt hérna í vinnunni minni í dag, við sátum úti í hádeginu og það lak af okkur svitinn og þó að við séum með alla glugga opna og viftur í gangi og varla í fötum þá er okkur samt mjög HEITT. Ekki að ég sé að kvarta yfir því að það sé sól og gott veður, heldur vildi ég bara svo mikið frekar vera úti í garði heima hjá mér í þessu veðri en hér inni í hitanum. Ég fer í frí 9. júlí í 2 vikur og vonandi verður svona gott veður þá
Fallegi bærinn minn Hafnarfjörður er orðinn 100 ára, hann ber aldurinn vel og skartar sínu fegursta þessa dagana. Um síðustu helgi var mikil afmælishátíð í bænum og mikið um að vera. Ég verð alveg að viðurkenna að ég var ekki dugleg að sækja þá viðburði sem í boði voru, ekki af því að ég hefði ekki áhuga á því heldur var ég bara svo busy heima hjá mér. Á laugardaginn var garðurinn grafinn upp fyrir framan húsið og gert eitt bílastæði í viðbót sem er mjög gott. En í leiðinni rakst grafan aðeins í rafmagnskapal sem var að þvælast þarna ofan í moldinni og þar með fór rafmagnið af húsinu og það þurfti að hringja í mann frá Hitaveitunni til að laga það og til að laga það varð að rífa plötur af veggjunum í kjallaranum hjá Sunnu Líf. Hún var nýbúin að koma herberginu sínu og stand og gera voða fínt hjá sér Hún var ekki mjög glöð, en þetta verður lagað mjög fljótlega. Á laugardagskvöldið reyndar grilluðum við góðan mat og buðum fólki í mat. Við kellurnar kíktum svo aðeins á Fjörukránna en karlarnir fóru að sofa. Ég held að það séu 6 ár síðan ég kom síðast á Fjörukránna og það var bara fínt:)
Miðjan mín er næstum flutt í hesthúsið og keppti á Sörla móti á fimmtudagskvöldið síðasta og var í öðru sæti:) Hún er bara flott. Fékk einkunnir áðan sem eru bara flottar og er svo bara komin í sumarfrí. Sumarfríinu mun hún væntanlega eyða í hesthúsinu og örugglega eitthvað í sveitinni og svo ætlar hún að passa bróðir sinn í 2 vikur í júlí.
Eins og flestir vita þá skalf jörð á Suðurlandi á fimmtudaginn og þó að vinnan mín sé í Reykjavík þá fundum við VEL fyrir stóra skjáltanum hér. Mér er alveg meinilla við jarðskjálfta sérstaklega eftir skjálftann 17. júní 2000 því að þá vorum við stödd inni í Nóatúni á Selfossi ( sem reyndar hét KÁ þá) og það var skelfilegt. En að það skuli ekki hafa orðið alvarleg slys á fólki í þessum skjálfta nú finnst mér stórkostlegt og alveg með ólíkindum. Hlutina má alla bæta en líf og limi fólks ekki. Ég finn til með fólkinu sem býr þarna fyrir austan að búa við þessu óvissu núna þessa dagana.. er að koma annar skjálfti eða ekki?? Vonandi er þetta búið.
Sumarafleysingarnar byrjaðar að vinna hér svo ég ætla að fá mér kaffibolla og láta þær vinna:)
Bæ í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2008 | 11:39
Mætt í vinnuna
er búin að vera á námskeiði síðustu 3 daga, það var mjög gaman og líka gott að stíga aðeins út úr þessu venjulega og breyta aðeins til. En núna er gott að vera komin í vinnuna aftur:)
Það var svakalega gaman á reunioniu okkar sem var 19. apríl og ekkert smá gaman að hitta alla. Mætingin var mjög góð og meira að segja komu 3 kennarar að hitta okkur. Þetta er frábær árgangur og allir voru glaðir og kátir. Kvöldið leið bara allt of hratt eins og oft vill verða þegar það er gaman:)
Það er komin grafa og vörubíll heim til mín og stendur til að byrja í kvöld að grafa upp garðinn hjá mér, það á að setja drenlögn og búa til eitt bílastæði í viðbót og gera pall Eins gott að það viðri vel í sumar svo hægt sé að sóla sig þar á daginn og drekka hvítvín þar á kvöldin;) Helst langar mig í heitan pott núna líka en ætli við bíðum ekki með það allavega meðan kreppan gengur yfir:)
Þegar við keyptum húsið í fyrra þá tókum við erlent íbúðarlán því að við töldum að það væri besti kosturinn. Reyndar teljum við það enn. En greiðslubyrðin af láninu hefur hækkað um 40-50% á mánuði. Án gríns. Svo það er kreppa hjá okkur og eins gott að eitthvað gerist í þessum efnahagsmálum þjóðarinnar á næstu mánuðum.
Pétur Blöndal reyndar segir að Íslendingar eigi að brosa út í bæði núna. Hann vill virkja meir og segir að það sé lítill mengunarvaldur og að Jökla hafi hvort sem er alltaf verið til vandræða. Hann er algjör dásemd maðurinn.
Sunna Líf er í prófum þessa dagana og vakir allar nætur að læra:) Ég man þegar ég var í skóla þá var ég líka alltaf að læra á nóttinni, skil það ekki núna En vonandi verður þessi næturlærdómur ekki til þess að hún sofni í einhverju prófinu:) Hún ætlar að taka 3 fög í sumarskóla og ég fékk algjört sjokk þegar ég sá hvað það kostar. Rándýrt, en samt ekki eins dýrt og tannréttingar:)
Samkvæmt Útivistarreglunum mega börn á aldrinum 13-16 ára vera úti til kl. 12 eftir 1. maí. Við höfum staðið í smá stríði við miðjuna út af þessu þar sem okkur finnst að 13 ára barn hafi ekkert að gera úti til kl. 12 á kvöldin. Hún er ekki alveg sátt við okkur og segir að það megi auðvitað ALLIR vera úti til 12 nema hún:) Við ráðum að sjálfsögðu hvað barnið okkar er lengi úti en henni finnst við ósanngjörn og ekki vera að fara eftir reglunum. En það hefur virkað vel því að hún hefur orðið svo fúl út í okkur sum kvöldin að hún hefur bara sleppt því að fara út
Ég er búin að kjósa hvaða hús er flottast á Hæðinni og hlakka til að fylgjast með úrslitunum í kvöld. Að sjálfsögðu kaus ég Hafnfirðingana og nágranna mína Begga og Pacas en ekki af því að þeir eru það heldur er húsið hjá þeim bara LANGflottast. Kjósið þá í síma 900-2019.
Ég er með vor í hjarta, nóg að gera um helgina í garðvinnunni og kannski maður opni eins og eina hvítvín (á nokkuð margar því ég vann léttvínspottinn í vinnunni á föstudaginn:)) og dreypi á meðan Viðar grefur upp garðinn. Að sjálfsögðu hjálpa ég til eins og ég get en sennilega lendir þetta mest á honum. Ég verð svo í að gróðursetja og dúllast þegar búið er að gera allt klárt
Chao
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2008 | 10:53
23 ára fermingarafmæli í dag
semsagt 23 ár í dag síðan ég klæddist bleiku dragtinni, var með bleika bindið, í bleiku nælonsokkunum með bleiku hanskana og bleika vasaklútinn í sálmabókinni Skil reyndar ekki alveg þetta með vasaklútana í sálmabókunum, ég þurfti ekkert að snýta mér á fermingardaginn. En allur er varinn góður. Þetta var góður dagur og mjög hátíðlegur. Viðar á líka 23 ára fermingarafmæli í dag. Held að hann vilji samt ekkert vera að auglýsa það:)
Við fórum í 2 fermingarveislur í gær, þær síðustu þetta árið. Svo á næsta ári á miðjan okkar að fermast. Sennilega komin tími til að fara að reyna að fá sal undir veislu. Skilst að þeir liggi ekki beint á lausu svona í fermingarvertíðinni.
Reunionið okkar er á laugardaginn næsta bara eftir 5 daga, og ég hlakka svo til að hitta alla. Við nefndin erum að leggja lokahönd á undirbúninginn og allt að verða klárt.
Fyrripart síðustu viku þá var ég sannfærð um að vorið væri komið. En nei ekki aldeilis, hvern morguninn á fætur öðrum varð ég fyrir vonbrigðum þegar ég leit út um gluggann og allt var hvítt. Mér finnst þetta orðið ágætt.
Ég varð mjög glöð þegar ég heyrði í fréttunum á laugardaginn að Iceland Express ætlar að fara að fljúga á Gatwick. Fyrsta flug er 16. sept og geta þeir bókað að ég bætist við viðskiptamannalistann hjá þeim
Við erum byrjuð að plana sumarið, ætlum að fara til Tenerife 19. ágúst með Jónínu og Robba og Hjöddu og Steina. Fyrripart sumars ætlum við að nota til að gera eitthvað í garðinum þ.e.a.s ef að kreppan verður ekki búin að fara með okkur
Ég hef lítið að segja í dag. Bíð bara eftir vorinu og vona að ég þurfi ekki að bíða lengi.
Bæ í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.3.2008 | 00:24
Magapest, flensa, Crawley, páskar, ælupest
þrátt fyrir þetta allt er ég ennþá hér. Darri var veikur og ég og Viðar og svo fór ég til Crawley. Vá það var gaman. ÞAð var geggjað veður, sólgleraugu og hvítvín og á laugardeginum bauð Terry vinur okkar okkur í bíltúr til Brighton, Sem er dásamlegur strandbær og ekkert smá mikið um að vera þar. I LOVE England. Við versluðum fullt, borðuðum fullt af góðum mat, versluðum fullt og höfðum fullt gaman.
Darrinn minn varð 5 ára í fyrradag og á morgun er afmælisveisla. Þemað í ár er það sama og í fyrra. Cars.. það er það eina sem kemst að hjá prinsinum. Og það er bara gott mál. Hún Dísa mín bakaði CARS köku eins og í fyrra. Og við eigum von á fullt af góðum gestum.
Páskarnir voru dásamlegir, frí og góður matur og páskaegg .Fjölskyldan slappaði vel af um páskana og Viðar og Arna fóru að hjóla og höfðu mjög gaman að Arna er bara klár á hjólinu.Fórum í eina fermingarveislu og 3 aðrar framundan.
Reyndar eru búin að vera óvenju mikil veikindi á þessu heimili. Næstum allir búnir að fá flensu og ælupest og svo upp og niður, en allir að koma til. Við tökum veikindi út í febrúar og mars (krossa fingur). Þannig hefur það allavega verið undafarin ár.
ÞAð styttist í reunionið hjá árgangnum mínum:) 19. apríl er dagurinn, og ég hlakka ekkert smá til, rosa góð þáttaka og allir í góðum gír. Það sem ég á eftir að sakna mest er að hitta ekki nefndina aðra hverja viku á fundi:)
Pétur Blöndal er áfram minn maður!!! Hann mælir með að fólk hætti að eyða!! Það eru ekkert allir búnir að vera að eyða um efni fram undanfarin ár. ( ok ég keypti mér flatskjá um daginn) en hvað með þá sem að eyða bara í mat og bensín og afborganir af húsnæðisláninu?? Pétur hvað eigum við að gera??? ( ok ég fór tik Englands um daginn) en hvað með þá sem að gera það ekki??? Á fólk að hætta að nota sápu og sjámpó? Hvernig er aftur uppskriftin af naglasúpu?? Pétur ??
Lifið heil
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2008 | 13:56
Loksins komin með hitaveitu:)
Sem þykir nú sjálfsagt mál hjá flestum en það hefur verið ansi kalt í húsinu okkar í vetur og urðum við að bregða á það ráð að kaupa tvo rafmagnsofna til að reyna að fá yl í kroppinn. En eftir margra daga tilraunir og allskyns pælingar þá loksins tókst Viðari að gera við hitann í gær og bojóboj munurinn að koma niður í morgun og vera ekki skjálfandi á beinunum.
Ég og Viðar og Darri erum öll búin að fá gubbuna í vikunni. Frábært eða þannig. En samt gott að klára það áður en ég fer til Englands á fimmtudaginn í næstu viku:):)
Við eins og flestir landsmenn fylgdumst spennt með laugardagslögunum á RUV um síðustu helgi, ég er sátt við lagið sem vann og efast ekki um að þau verði landi og þjóð til sóma. Ég hefði samt alveg viljað sjá dr. Spock vinna þeir voru bara snilld
Hér í vinnunni minni er nú í undirbúningi árlegur þrifadagur og þar sem ég er í starfsmannafélaginu þá hefur verið nóg að gera hjá mér við að undirbúa það og svo partýið sem verður eftir þrifin. Alltaf fjör hér
Það er einhver vetrardrungi yfir mér þessa dagana og ég er alveg til í að fara að fá vor. Mig langar svo að fara að byrja að vinna í garðinum mínum og taka til og týna rusl og gera soldið fínt þar. Hann er alveg hrikalega druslulegur núna og það pirrar mig að líta út um gluggann og horfa á garðinn svona. Ég vill vor. Annars skilst mér að rétti tíminn til að klippa tré sé bara um það bil núna svo kannski bara get ég byrjað fljótlega.
Viðar er allur að koma til í öxlinni sem hann braut um daginn svo hann verður kominn í gírinn þegar framkvæmdirnar byrja í garðinum okkar. Hann er í sjúkraþjálfun tvisvar í viku og ætti að fara að getað notað hendina. Hann hefur ekkert komist með Örnu að hjóla út af öxlinni og hún bíður óþreyjufull eftir að geta farið að hjóla á mótorhjólinu sínu.
Pétur Blöndal enn og aftur bjargaði morgninum mínum, hann var á Bylgjunni í morgun eins og oft áður og var eins og oft áður að tala um eyðslu landsmanna og að við ættum að spara en ekki eyða og þegar hann talar um þetta þá minnist hann ALLTAF á að landsmenn verði að hætta að kaupa sér flatskjái og spara frekar. Nú þekki ég Pétur ekki persónulega og veit ekki hvort að hann á eða horfir á sjónvarp en mér þætti gaman að vita hvað hann gerir næst þegar hann þarf að endurnýja sjónvarpið sitt því að það fást ekki annað en flatskjáir í dag. Hann er sennilega ekki búinn að fatta það, því að stundum finnst mér hann tala um að þjóðin sé svo skuldsett vegna allra flatskjánna sem við höfum fjárfest í. Pétur hefur rétt fyrir sér að mörgu leyti og auðvitað ættu allir að spara meira og eyða minna. Það er bara svo erfitt að spara þegar maður skuldar mikið, en skuldirnar mínar eru ekki tilkomnar vegna flatskjákaupa þó að ég hafi fjárfest í einum fyrir hálfum mánuði. Ég hef ekkert á móti Pétri þið megið ekki halda það. Það er bara gaman að hlusta á hann.
Ég var að fá nýjan stól í vinnunni og í gær kom sjúkraþjálfari til að hjálpa mér að stilla hann og kenna mér rétta líkamsbeitingu við vinnuna. Ég hef ekkert mátt vera að því að vinna síðan því að ég er alltaf að spá í hvort að ég sitji ekki örugglega í réttri hæð og í réttri fjarðlægð frá tölvuskjánum og með 90° horn á hnjánum og axlirnar í réttri stöðu Stóllinn er fínn samt.
Ferðataskan er komin úr geymslunni og bíður spennt eftir að fara til London:) ég held að það sé meira að segja komið vor þar, allavega er mun hlýrra þar en hér. Kannksi ég verði bara sólbrún þegar ég kem heim
Þangað til næst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2008 | 09:49
Stundum á ég ekki til orð
yfir honum Pétri Blöndal. Var að hlusta á hann á Bylgjunni í morgun þar sem hann reyndi að sannfæra þáttarstjórnendur og hlustendur um að það væri allt í himnalagi í þessu þjóðfélagi og að kennarar væru bara með laun í samræmi við menntun. Það er algjört grundvallaratriði finnst mér að kennarar barnanna okkar á sama hvaða skólastigi þau eru séu með mannsæmandi laun. Ég styð kjarabarráttu kennara heilshugar og finnst að þeir eigi að vera með töluvert hærri laun en þeir hafa í dag. Er ekki algjört grundavallaratriði að börnin okkar fái þá bestu menntun sem völ er á ? Stór hluti kennara sem útskrifast úr KHÍ fer í framhaldsnám og skilar sér ekki út í grunnskólana. Pétur segir að ástæðan sé ekki léleg laun heldur hafi námsmenn á Íslandi það of gott. Undarlegt sjónarmið en sjónarmið eigi að síður.
Ég er búin að uppgötva soldið!! Ég er háð Pepsi. Ég drekk ekki mikið af því en þegar ég kem heim úr vinnunni þá byrja ég á að ganga frá lauslegu drasli sem ég sé og kveiki á kertum og sest niður með 1 glas af Pepsi. I love it. Ég er farin að standa mig að því að bíða eftir þessu Pepsi glasi þegar ég kem heim Ég reyni að drekka ekki mikið gos og ef ég fæ mér gos í vinnunni þá er það Kristall+ en þetta með Pepsíið er bara ekki mjög einfalt því að ég veit aldrei hvort að það er betra að drekka Pepsi eða Pepsi Max, jú í Pepsi er sykur sem er auðvitað ekki hollur og í einu glasi af sykruðu gosi eru ca. 300 kaloríur sem er auðvitað ekki gott þegar maður vill frekar missa kíló en bæta þeim á sig, en á hinn veginn þá er í Pepsi Max allkonar óæskileg efni eins og t.d. aspartam og súklótam og hvað þetta heitir nú allt saman og það er ekki hollt heldur. Þannig að ég á í stöðugri baráttu við sjálfa mig út af þessu Pepsi glasi sem ég leyfi mér eftir vinnu. Á ég að drekka venjulegt með sykri eða Max með aspartami?? Það er vandlifað í þessum heimi. Ég hef reynt að hafa það þannig að ég kaupi til skiptis Pepsi og Pepsi Max:) fer soldið eftir því hvort er á tilboði í Bónus
Annars er allt gott að frétta, Sunna og Tanja fóru til Köben síðasta fimmtudag ( eða ætluðu þá )og biðu í rúmlega hálfan sólarhring á Leifstöð eftir að Iceland Express gæti flogið vegna veðurs. Önnur flugfélög sendu sínar vélar í loftið eins og ekkert væri en IE virðist vera með eitthvað minni eða lélegri vélar. Þar af leiðandi komu þær rúmum hálfum sólarhring of seint til Köben og voru þá búnar að vaka í sólarhring og sváfu fyrsta daginn. Frekar glatað. En þær skemmtu sér vel eigi að síður og eitthvað hafði bæst í töskurnar hjá þeim þegar þær komu heim. :)
á mánudaginn lést sjónvarpið okkar við skyldustörf eftir 10 ára dygga þjónustu við okkur eigendurna:) Viðar keypt nýtt á þriðjudaginn og í gærkvöldi horfði ég á í nýja sjónvarpinu alveg stórmerkilegan þátt á RUV sem hét "Blue Bhudda in Russi". Hann er um Buddha munka í Tíbet og lækningaraðferðir þeirra. Ég var alveg heilluð og hef tröllatrú á því þeim þeir eru að gera þarna. Einnig horfði ég á Ophru þar sem fjallað var um geðhvarfasýki og var það einnig alveg stórmerkilegur þáttur. Ég held að það séu bara betri þættir í nýja sjónvarpinu en því gamla
Í dag eru 3 vikur þangað til að ég fer til Englandsins góða. Ég held svei mér þá að það verði bara komið vor þar þegar ég kem.
Endurfundir árgangsins okkar eru í undirbúningi og er dagurinn ákveðinn 19. apríl:) takið hann frá þið sem voruð í Öldó með mér. Þið fáið bréfið svo fljótlega þar sem þetta er útlistað nánar. Þetta verður bara gaman.
Mig vantar svo góða bók að lesa núna, hef lesið meira núna frá jólum en ég hef gert lengi en núna þrái ég að finna einhverja svo góða bók að hún skilji eitthvað eftir sig. Ég hef nokkrum sinnum um æfina lesið bækur sem að hafa heillað mig svo að ég hef algjörlega dottið ofan í söguna og verið svekkt þegar henni lýkur og svo ekki hugsað um annað í marga daga á eftir. Þetta hafa verið alveg jafnt sannar sögur og skáldaðar. Bækurnar sem að ég hef verið að lesa núna eru svo sem allar ágætar en ég hætti að hugsa um þær um leið og ég lýk síðustu setningunni, en mig vantar svo einhverja hrikalega góða bók sem skilur eitthvað eftir og gerir mig alveg agndofa:) Ég á mér alveg nokkrar uppáhaldsbækur sem ég les mjög reglulega og sumar hef ég lesið margoft og jafnvel í fyrsta skipti þegar ég var barn eða unglingur. En ég auglýsi hér með eftir einhverri hrikalega góðri bók til að sökkva mér ofan í . Tek það fram að ég er ekki mjög hrifin af vísindaskáldsögum og ekki ástarsögum úr " Rauðu seríunni" .
ÉG hef alls ekki soffið nógu vel þessa viku og held ég að ástæðan sé sú að þegar ég kem uppí rúm á kvöldin þá loksins hef ég tíma til að hugsa um það hvað ég ætla að gera í garðinum mínum þegar fer að vora. Er með allskonar hugmyndir í gangi og ligg heilu tímana uppí rúmi að spá og spekúlera. Er ekki annars alveg að koma vor?:)
Hrefna mín orðin 12 ára og Inga og Óli aðð fara til Barcelona á morgun á afmælisdaginn hans Óla. Til hamingju með afmælin Hrefna og Óli.
Eigið góðan dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)