Færsluflokkur: Bloggar

Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir

eða er það ekki?? Það er nú samt pínu erfitt að halda því fram við börnin mín eftir það sem hefur gengið á í Borgarstjórn Reykjavíkur undafarna dagaCrying Ég get ekki með nokkru móti útskýrt þetta fyrir þeim þegar þau spyrja mig af hverju þetta er svona og hinsegin og af hverju það er kominn nýr borgarstjóri og hvers vegna þessi sagði þessum ekki frá þessu og hinu og jabberí jabb. Það verður samt gaman að fylgjast með þessu næstu vikur.

Arna mín orðin 13 ára, hún hélt náttfatapartý á laugardagskvöldið og það gistu 8 stelpur hjá henni, svaka fjör. Þær fengu Sunnu herbergi lánað og skemmtu sér þar fram eftir kvöldi og við bara vissum ekki af þeim þarna í kjallaranum. Wizard

ÉG fór á skemmtilegan fund í gærkvöldi með nokkrum bekkjarfélögum úr barnaskóla. Við erum að skipuleggja endurfundi árgangsins okkar þar sem að það voru 20 ár í fyrra síðan við útskrifuðumst úr ÖldutúnsskólaUndecided Það er alltaf jafn gaman að hitta gamla skólafélaga og það er svo fyndið að þó að maður hitti þá sjaldan þá finnst mér alltaf að ég hafi bara verið að spjalla við þá í gær. Sennilega er þetta vegna þess að við sátum saman í skólastofu í 10 ár. Við stefnum að því að hafa þessa endurfundi í apríl og ég hlakka bara til.

Um helgina á að vera svo kalt að það er spurning um að leggjast bara í dvala og liggja þar fram yfir helgi. Heyrði í útvarpinu í gær að sundlaugarnar á Akranesi og í Borgarnesi verða lokaðar fram yfir helgi vegna kuldans. BRRbrrr. Eins gott að ég keypti mér skíðaúlpu í Crawley síðast þegar ég var þarLoL

Það styttist í næstu ferð þangað. 35 dagar:):) Get ekki beðið.

Hafið það gott og hlýjið hvert öðru í kuldanum.

 


Enn ein hetjan fallin frá

Mig setti hljóða þegar ég heyrði á mánudagskvöldið að Þórdís Tinna Aðalsteinsdóttir hefði látist þá um morgunin. Þórdís Tinna hafði eins og flestir vita í nokkurn tíma barist af kjarki, dugnaði, elju og bjartsýni við óvæginn sjúkdóm sem allt of marga leggur að velli. Þórdís Tinna var Hafnfirðingur eins og ég en hún var einnig mikil manneskja, móðir, dóttir, systir og vinkona. Eftirlifandi aðstandendum og vinum votta ég samúð og lýt höfði í virðingarskyni við konu sem hafði það alltaf að aðalmarkmiði að veita dóttur sinni eins eðlilegt líf og aðstæður leyfðu þrátt fyrir erfið veikindi, og leyfði okkur hinum að fylgjast með barráttu sinni fram á síðustu stundu.

 

 Höfum kærleikann að leiðarljósi alltaf.


Kaffi og kökur

hér í vinnunni í dag. Föstudagskaffi í dag þannig að megrunin er ónýt í dagSmile

Það var ótrúlega gaman á nýársgleðinni síðasta föstudagskvöld, ég lét undan pressunni og söng uppi á sviði ásamt henni nöfnu minni. Það þarf væntanlega ekki að taka það fram að við slógum rækilega í gegnCool ég dansaði af mér tærnar og hælana og skemmti mér mjög vel. Ég komst að því hver leynivinurinn minn var;) var nú reyndar farið að gruna það þegar ég fékk afhent afsökunarbréf frá British Airways þar sem að þeir tjáðu mér leiða sinn yfir því að vera að hætta að fljúga til LondonGrin Þetta hefði engum dottið í hug nema Dísu;)

Ég er búin að tryggja mér flugmiða með BA til London áður en þeir hætta að fljúga;) Ég og nafna mín förum út 6. mars ásamt 2 öðrum kellum. Get ekki beðið.

Ég hef verið einstaklega árrisul þessa viku eftir að hafa verið í 45 mínútur á leiðinni í vinnuna á mánudaginn. Ef ég legg af stað rúmlega 7 þá er ég ekki nema 10 mínútur.

Arna mín bíður núna spennt eftir að geta farið að nota mótorhjólið sem Viðar keypti handa henni um daginn en hún hefur ekki getað prófað það enn, vegna veðurs og svo vantar uppá öryggisbúnaðinn. Hún á afmæli eftir nokkra daga og vonandi leysast þau mál þá;) þ.e.a.s. með búnaðinn, um veðrið er ekkert hægt að segja.

Ég er orðin milljónamæringur!!! Fékk tölvupóst áðan um að ég hefði verið svo lánssöm að vinna 500.000. pund í einhverju tölvupóst lottóiTounge Ætli ég segi ekki bara upp í vinnunni í dag og bjóði öllum vinnufélugunum með mér til Crawley:)

Annars er að ég að vinna óvenju mikið þessa dagana, fengum smá verkefni hérna í vinnunni sem að við vinnum í næturvinnu. Það er bara gaman og ég kaupi mér svo bara pund fyrir alla næturvinnuna.

Um helgina ætla ég að reyna að þvo þvottafjallið sem bíður heima hjá mér og slappa af og elda góðan mat og knúsa börnin og manninn og og og.

Eigið góða helgi.


Er sérstaklega leynileg þessa viku

því að það er leynivinavika í vinnunni hjá mér. Undafari nýársgleðinnar sem verður annað kvöld. Allir að laumupúkast eitthvað til að senda leynivini sínum orðsendingu eða smá pakka. Ég hef mjög gaman af öllu svona og er búin að vera einstaklega leynileg þessa viku. Hér er fólk að æfa sig í Karókí fyrir gleðina annað kvöld, veit ekki alveg hvort ég ætla að taka þáttWink Það er smá pressa samt.

Jólin búin og ég er búin að pakka niður öllu jólaskrauti nema ljósum í gluggum, ætla að hafa þau aðeins lengur allavega meðan það er svona dimmt úti.

Skólinn byrjaður hjá báðum stelpunum og lífið farið að ganga sinn vanagang sem er bara mjög gott þó að jóla og áramótafríið hafi verið dásamlegt.

Mér finnst bara ótrúlegt að það sé strax kominn 10. janúar, dagarnir hreinlega þjóta hjá. Arna mín að verða 13 ára eftir nokkra daga og stutt í að Darri minn verði 5 ára. Sunna Líf farin að huga að því hvað skal gera eftir stúdentspróf. Hún er ung og dugleg og getur gert hvað sem hún vill.

Það er ekki laust við að hugur minn leiti til Englands þessa dagana og ég er komin með hálfgerða heimþrá ( ég náttla bjó þar í einhverju fyrra lífi) er að reyna að semja við budduna mína um að komast þangað kannksi í mars. Æ annars þyrfti ég alveg að nota peninginn í annað t.d. að taka baðherbergið í gegn hjá mér. En England heillar. Cool

Leynivinurinn minn gaf mér í gær kakóbolla og Swiss miss með sykurpúðum og núna ætla ég að fá mér einn bolla af heitu skúkkulaði og halda áfram að vinna.

Þangað til næst.


Í árslok

lítur maður yfir árið sem er að líða og gerir það upp. Árið 2007 var gott ár hjá mér.  Þegar ég hugsa til baka og lít yfir árið þá er það sem helst stendur uppúr t.d. það að við eru öll ári eldri, Viðar skipti um vinnu, við keyptum okkur litla húsið okkar sem að okkur líður öllum svo vel í. Mér fannst jafn gaman í vinnunni minni þetta ár og hin árin sem að ég hef unnið þar. Við kusum í Alþingiskosningum í sumar eins og stór hluti þjóðarinnar og við teljum okkur hafa kosið rétt. ÉG bætti á mig kílóum þrátt fyrir fyrirætlanir um annað og eins hækkaði yfirdrátturinn og visa skuldin þrátt fyrir fyrirætlanir um annað. Ég játaði mig sigraða og hætti að nota dagkrem fyrir unga húð og byrjaði að nota hrukkukremCool
Ég fór tvisvar til Englands og sannfærðist endanlega um að ég var bresk húsmóðir í einhverju fyrra lífi því að mér líður alltaf eins og ég sé komin heim þegar ég kem Þangað. Og já ég trúi á líf eftir dauðan og að við höfum lifað áður. SVo að eins og þið sjáið þá átti ég gott ár og ég vona að flestir hafi átt það og næsta ár verði jafn gott eða betra.

Við erum búin að hafa það mjög gott hérna í húsinu okkar yfir jólin, hér fór engin í jólaköttinn og við höfuð notað náttfötin mikið. 

Ég fékk bæði Harðskafa og
Ösku í jólagjöf og er búin með aðra og byrjuð á hinni. Mér finnst best af öllu að fá bækur í jólagjöf. 

Síðasta vinnudaginn á þessu ári mætti ég í vinnu eins og venjulega og þegar ég hafði verið þar í góða stund þá varð mér litið niður á fæturnar á mér og viti menn ég var í sitthvorum skónum einum svörtum og einum brúnumLoL Þetta var alveg óvart og alls ekki gert til að skemmta vinnufélögunum en einhverra hluta vegna þá hlógu þeir samt allan daginnGrin

Á laugardagskvöldið síðasta buðum við vinunum okkar í mat, elduðum hreindýr og höfðum rauðvín með. Maturinn sló í gegn og öllum fannst tarfurinn góður. Við skemmtum okkur svo vel hérna, skiptust á pökkum og hlógum mikið og spjölluðum fram á nótt. ÉG segi það enn og aftur VÁÁ hvað ég á frábæra vini.  

Drengurinn minn er búinn að fá einhverja fötu með einhverju svona flugeldadóti fyrir börn og hann er svo spenntur að það hálfa væri nóg, hann var ekki einu sinni svona spenntur á jólunum. Ég heyrði rétt áðan í útvarpinu að það er búið að fresta öllum brennum vegna veðurs. Leiðinlegt en við fengum dásamleg hvít jól!Wizard Maður fer þá bara á þrettándabrennu í staðinn. 

Í kvöld ætlum við að borða hjá mömmu og þeim og svo kíkjum við sennilega á vini okkar og skjótum sennilega upp með Lilju og Valda (ef að það verður eitthvað hægt að skjóta upp fyrir veðri). ÉG ætla að fara núna og kaupa mér eina freyðivín til að skála á miðnætti. 

 

Ég vona að þið hafið það gott yfir áramótin og að nýja árið færi ykkur gæfu og gleði.  


Komin heim frá útlandinu

og á fullu að klára allt fyrir jólin. Það var svo hrikalega gaman hjá okkur kellunum í útlandinu að það hálfa væri hellingur. Það var mikið verslað og skrafað og rölt. Við borðuðum fullt af góðum mat og drukkum mikið hvítvín og hlógum MIKIÐ. Þetta var ótrúlega vel heppnað og hópurinn náði mjög vel saman. Visa kortið var VEL straujað og ég keypti bara næstum allar jólagjafirnar og fullt í viðbótFrown Á tímabili leit út fyrir að við þyrftum að panta fraktskip til að koma góssinu heim en þetta hafðist nú allt saman á endanum með smá tilfæringumSmile Ég held að hér eftir verði svona húsmæðraorlof árlegur viðburður. Við vorum orðnar vel þekktar á hverfispöbbnum hjá hótelinu og það vissu allir fastagestirnir þar að það væri hópur af konum frá Íslandi staddar í bænum. En mikið var gott að koma heim. Nú er ég bara í rólegheitum að klára að undirbúa jólin og það er ekki til jólastress í mér. Ætla að dúlla mér við að klára að skrifa jólakortin og pakka inn jólagjöfunum næstu kvöld og skreppa eins og eina ferð í bæinn með Viðari að kaupa jólagjöf handa prinsinum okkar.

Sunna og Grétar skiluðu sér á réttum tíma heim frá Köben þrátt fyrir að veðrið væri orðið ansi slæmt þegar þau lentu. Þau skemmtu sér konunglega í Kóngsins Köben og voru mjög ánægð með ferðina.

Sunna fékk einkunnir áðan og náði öllum prófunum. Glæsilegt!! ;) Hún er að vinna í jólafríinu og verður að vinna til 7 á aðfangadag svo að jólamaturinn hjá okkur verður í seinna lagi en það gerir ekkert til. Á aðfangadag förum við í súpu í hádeginu til Ingu og Óla eins og venjulega, það er fastur liður á þessum degi. Við ætlum að reyna að vera búin að öllu á Þorláksmessu svo að við getum verið í rólegheitum eftir það.

Þetta verður gott frí núna þessi jól 5 dagar, ég vinn svo þessa tvo daga milli jóla og nýárs og svo bara aftur 4ra daga frí. Dásamlegt.

Ég fór í gær til að láta setja perur í kirkjugarðinn og það er ekkert smá orðið jólalegt þar. Það kemur alltaf einhver ró yfir mig þegar ég geng þar um sérstaklega þegar jólaljósin skína.

Elsku besta hárgreiðslukonan mín tróð mér að í klippingu klukkan 8 í kvöld ég nebbla gleymdi að panta mér tíma fyrir jólGasp en hjúkk að hún nennir að klippa mig í kvöld.

Annars koma jólin alveg hvort sem ég fer í klippingu eða ekki og hvort sem ég næ að þrífa allt hátt og lágt eða ekki.

Ég er komin í jólaskap og hlakka mest til að vera heima á náttfötunum með fjölskyldunni minni.

 Gleðileg jól og hafið það gott um jólin.


Prinsinn á jólaballi

darri á jólaballi á sunnudaginn. Þessi mynd birtist af honum á vefnum eftir ballið.

   


Þórdísi Tinnu þarf vart að kynna

fyrir þeim sem relgulega lesa bloggið hennar þar sem hún lýsir lífi sínu og líðan fyrir okkur á hreinskilin og heiðarlegan hátt.

  http://thordistinna.blog.is/blog/thordistinna/ er slóðin á bloggið hennar.

 

   og reikningsnúmer fyrir þá sem vilja leggja henni og dóttur hennar lið

Bankareikningur

0140-05- 015735.     Kt.101268-4039

 

 Margt smátt gerir eitt stórt.

  Ástarkveðjur í sönnum jólaanda 

 

 

 

 

 

 

 


Búin að vera með hor og kvef

en er öll að koma til. Var heima mánudag og þriðjudag en kom í vinnuna í gær. Eins gott svo að það fari ekki allt til andskotans hér .. Cool. Við erum búin að setja jólaseríu utan á húsið okkar og ljós í flesta glugga, mér finnst þetta dásamlegt í myrkrinu þessa dagana, og svo kertaljós út um allt inni. Umm.

Við Arna erum búnar að baka smákökur alveg tvær sortir og ég held að það sé búið að borða þær næstum allar líka;)

Um þar síðustu helgi fór ég á Hótel Glym í Hvalfirði með vinnufélugunum þar sem við borðuðum góðan mat og skemmtum okkur saman. Dásamlegt hótel sem er án efa best geymda leyndarmálið á svæðinu. Frá veginum er ekki hægt að sjá að þetta sé neitt merkilegur staður en þetta er dásamlegt lítið hótel með góðri aðstöðu og heitum pottum og flottum herbergjum. Maturinn var frábær og þetta var bara meiriháttar ferð hjá okkur. ÉG hef ekki dansað svona mikið mjög lengi:)

Ég var búin að vera að spá í að fara út fyrir jólin og reyna að klára jólainnkaupin annars staðar en í Kringlu eða Smáralind og svo ákváðum við ég og nafna mín að skella okkur bara til Crawley fyrir jólin. Crawley er fyrir þá sem ekki vita 100.000 manna smábær rétt fyrir utan London. Ég fór þangað fyrir jólin í fyrra og svo aftur um daginn á leiðinni til Spánar og er mjög skotin í staðnum. Anyways við nafna semsagt keyptum okkur flug og pöntuðum okkur hótel 13-16 des. Eitthvað vakti þetta athygli annara húsmæðra sem þyrstir í skemmtun og jólainnkaup því að við erum orðnar 11 að fara saman:) 11 ungar konur;) saman að kíkja í búðir og á pöbbana og út að borða. Dásamlegt!!!! Við erum búnar að panta okkur borð öll kvöldin á veitingastöðum þarna á svæðinu og það verður nú meira stuðið þegar við mætum;) Ég get ekki beðið. Spenningurinn í hópnum er mikill og er varla talað um annað þessa dagana.

Ég ætla að gera jólaglögg um helgina því að það er eina helgin sem ég hef lausa fyrir jól það er svo hrikalega stutt til jóla. 7. des er jólagleði í vinnunni og 8.des fer ég ásamt fríðu föruneyti á Bjögga tóleikana í höllinni og svo helgina eftir það verð ég bara í útlandinu að skemmta mér ásamt fríðu föruneyti og svo eru bara komin jól.

Sunna og Grétar ætla að skella sér til Köben 12-16 des og upplifa smá jólastemmningu þar. Hún er búin í prófum 10. des svo hún hefur gott af því að komast aðeins í jólafíling í Tivolí. Hún er að byrja í prófum eftir helgina og er orðin stressuð fyrir það. Hún er að læra öllum stundum þessa dagana og vinnur svo alltaf aðra hverja helgi.

Nú fer að byrja törn hjá Örnu í kórnum, það eru jólatónleikar og ýmislegt framundan hjá þeim. Það er ekki alveg ákveðið hvort að þær syngja í miðnæturmessu á aðfangadagskvöld eins og í fyrra en ef að það verður þá förum við Sunna í messu eins og í fyrra. Ég hefði ekki farið nema af því að Arna var að syngja en mikið var það dásamlegt og jólalegt. Ég fann fyrir miklum frið og svona sönnum jólalanda.

Darrinn bíður spenntur eftir að mega byrja að opna jóladagatalið sem bíður á borðinu hans, hann fer á jólaball með Segja frænda um helgina og hlakkar mikið til. Hann fékk jólaljós í gluggann hjá sér og finnst svo kósý að sitja inni í herberginu sínu og horfa á ljósið í glugganum. Ég veit svo ekki hvort okkar er spenntara fyrir skónum sem verður settur í gluggann 11. des. Mér finnst þetta alltaf svo gaman og þar sem þetta er yngsta barnið mitt þá ætla ég að reyna að halda í þetta sem lengstHalo Hin börnin fá nú reyndar alltaf eitthvað smá frá jólasveininum líka. Þær eru greinilega bara svona stilltar:)

Mér finnst umræðan um bleiku og bláu fötin á fæðingardeildinni fáránleg og ætla ekki að eyða meira púðri í það. AUÐVITAÐ VILDI ég að stelpurnar mínar væru í bleiku og strákurinn í bláu. Þetta eru jú stelpur og hann strákur.

Ég er búin að skreyta hornið mitt í vinnunni og ætla núna að fara að reyna að vinna smá innan um jólaskrautið.

Eigið góða aðventu.


Ég veit núna hvað þeir gera á Benidorm í rigningu

þeir loka öllu og eru heima hjá sér að dæla vatni uppúr kjallaranum. Það var allavega þannig þennan eina og hálfa dag sem ringdi meðan við vorum þar. Þrumurnar og eldingarnar sem fylgdu þessari rigningu voru meiri og háværari en ég hef áður séð. Hina dagana var sól og hátt í 30 stiga hiti, dásamlegt að spóka sig í sólinni og fá smá hita í kroppinn. Töskurnar voru fylltar í Crawley áður en haldið var til Spánar sem svo reyndar kostaði smá yfirvigt með tilheyrandi kostnaðiCool En það kom ekki að sök og við hjónin skemmtum okkur mjög vel og náðum að hvíla okkur vel og knúsast fulltInLove

Drengurinn var svo mikið glaður þegar við komum heim, veit reyndar  ekki hvort hann var ánægðari með okkur eða löggubúninginn sem að við keyptum handa honum í útlandinu. Hann hefur allavega ekki farið úr búningum.

Við eins og spánverjarnir þyrftum að vera að dæla vatni uppúr kjallaranum okkar akkúrat núna, en erum að fara að skrifa undir afsalið af húsinu okkar á eftir og ætlum að ræða tjörnina í kjallaranum aðeins við fyrri eiganda:) Rafvirkjarnir náðu loksins að klára í gær svo að þau mál ættu að vera í lagi í bili allavega en þá er tjörnin í kjallaranum eftir. Ef ég mögulega kemst hjá því ætla ég ekki að eiga í fasteignaviðskiptum framar.

Á laugardagskvöldið síðasta vorum við í mat hjá Ingu og Óla ásamt hinum vinunum og áttum FRÁBÆRA kvöldstund með fólkinu. Maturinn var meiriháttar og félagsskapurinn yndislegur. Vá hvað það er gaman að eiga góða vini. Takk fyrir okkur:)

Í dag eru ca. 62 dagar til jóla ef ég kann að telja rétt og ekki seinna vænna en að fara að undirbúa þaðGrin Er samt búin að kaupa jólagjöf handa Kapitólu (ömmukisustelpunni) og eina í viðbót. Hlakka til þegar verður byrjað að skreyta í búðunum. Elska jólaskraut.

 Adios.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband