Færsluflokkur: Bloggar
4.10.2007 | 13:24
Skyldu þeir selja gúmmítúttur
þarna á Benidorm??? Veðurspáin fyrir næstu daga þar er bara rigning. Við ætlum að fljúga til London á sunnudaginn og stoppa þar í nágrenninu fram á þriðjudag og fljúga svo þaðan til Benidorm á þriðjudagsmorgun. Það skiptir mig svo sem ekki miklu máli hvernig veðrið er þarna í nágrenni London því að það rignir ekkert inni í mallinu En ég VILL HAFA SÓL Á SPÁNI!! Hvað gerir maður á Spáni í rigningu? Á ég að taka með mér spilastokk og matador? Eða taka bókabunkann af náttborðinu með mér?? Þarf eitthvað að reyna að díla við veðurguðina þarna áður en ég mæti á svæðið.
Annars er bara komin spá spenningur í okkur hjónin, aðallega yfir því að komast í frí og geta eytt svolitlum tíma saman. Ef það rignir allan tímann þá bara sitjum við úti á svölum með kertaljós og hvítvín
Við fjölskyldan eins og svo margir höfum fylgst með Næturvaktinni á Stöð Tvö. Þvílikir SNILLDARÞÆTTIR Ég hreinlega græt úr hlátri þegar ég er að horfa á þetta, mér finnst þeir allir sýna snilldartakta þarna á bensínstöðinni en ennþá fyndnara er að fylgjast með svipnum á húsbóndanum þegar hann fylgist með þessum ósköpum. Hann nefnilega sér ekki húmorinn í þessu og finnst þetta EKKI fyndið Samt situr hann alltaf yfir þessu með okkur með hneykslis, skelfingar vorkunnar svip. Hrikalega fyndið. Það er bara eins og ég hef alltaf sagt.. karlar hafa bara svo óþroskaðann húmor að þeir fatta ekki svona. Mér finnst Næturvaktin bara brill
Annað kvöld ætla ég að elda meira af hreindýrinu góða og bjóða mömmu og family í mat. Hún varð nebbla 55 ára í gær og þetta er afmælisgjöfin hennar frá okkur:) Hreindýr og rauðvín og ostakaka og kaffi í eftirrétt. Er hægt að hafa það betra?:)
ÉG og drengurinn fórum í klippingu í gær og ég fékk líka lit og strípur. Hann er að fara í myndatöku í leikskólanum í dag og verður að vera fínn og sætur. Ég er að fara í neglur í kvöld og þá fer ég nú aldeilis að verða fín og tilbúin fyrir útlöndin.
Rafvirkinn er í þessum töluðu orðum að mér skilst heima hjá mér að klára að laga rafmagnið í húsinu svo nú getum við farið að fá afsal af húsinu okkar, sem þá fyrst formlega verður OKKAR:) Okkur líður öllum mjög vel í húsinu og finnst við bara alltaf hafa búið þarna.
Bara morgundagurinn eftir í vinnunni og svo er ég komin í rúmlega vikufrí. Ekki slæmt, held samt að ég eigi eftir að sakna vinnufélaganna pínupons því að það er bara alltaf svo mikið fjör hérna hjá okkur Ætla að reyna að kaupa mér einhver föt þarna í Englandi því annars fer ég að mæta ber í vinnuna, svoleiðis er ástandið orðið í fataskápnum mínum.
Heyrumst þegar ég er búin að komast að því hvað maður gerir í rigningu á Spáni. Adios.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2007 | 16:14
Kertaljós og kósýheit.
Það fyrsta sem ég geri þessa dagana þegar ég kem heim úr vinnunni er að kveikja á kertum og gera soldið kósý. Mér finnst haustið alltaf svolítið vinalegt þegar regnið bilur á rúðunum og maður situr inni með kertaljós og teppi. Það er ekki laust við að það sé kominn smá jólafílingur í mig. Enda er ég með eindæmum mikið jólabarn. Hlakka svoooo til að jólaskreyta í húsinu mínu. Ég er nú samt á leiðinni í sólina í næstu viku en það er nú bara smá svona hliðarspor frá haustinu.
Það var hrikalega gaman hjá okkur vinunum í bústaðnum um helgina og mikið hlegið, borðað og drukkið Það er svo gaman stundum að sletta úr klaufunum í góðra vina hópi án barnanna. Næstu helgi ætlum við svo að taka því rólega og gera eitthvað skemmtilegt með börnunum og jafnvel reyna að klára herbergi unglingsins svo að hún geti farið að pakka upp úr ferðatöskunum. Því við þurfum jú að fara að nota töskurnar bráðum
Tólan okkar heldur sínu striki og vill hvergi sofa nema uppí hjá mér. Þetta er orðið svo slæmt að þegar húsbóndinn fer að sofa þá lítur hann í kringum sig og leitar af hjásvæfunni ef hún er ekki mætt. Þetta þykir orðið svo sjálfsagt að kötturinn sé uppí hjá okkur að ég er komin á 2 tegundir af astmalyfjum út af ofnæminu.
Við bíðum enn eftir að rafvirkinn komi og klári að laga rafmagnið í húsinu, við erum alveg róleg kveikjum bara á fleiri kertum og brosum.
Er að spá í að koma við hjá Lilju vinkonu í leiðinni heim og fá eins og einn ilmandi kaffibolla hjá henni.
Bye bye
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2007 | 12:30
Fáskrúðsfjörður nafli alheimsins í dag
Við allavega sitjum hérna í vinnunni spenntar og fylgjumst með fréttum af þessu svakalega dópsmygli. Ekki síst vegna þess að sú sem situr mér á vinstri hönd í vinnunni alla daga er borin og barnfædd þarna í þessu krummaskuði og við komust ekki hjá því að sýna þessu áhuga. Ekki það að þetta er mjög áhugavert og alveg frábært að þeir hafi verið gómaðir áður en þeir komu þessu magni af fíkniefnum í umferð. EN COMMON!! Hvernig datt einhverjum í hug að reyna að koma tugum kílóa með skútu inn á Fáskrúðsfjörð??
Þar fyrir utan eru allir hressir, nóg að gera í vinnunni og við að fara í sumó um helgina með vinunum okkar. Börnin verða skilin eftir heima og við fullorðna fólkið ætlum að hafa það gott um helgina
Um síðustu helgi var vel heppnað vinnupartý heima hjá mér:) mikið fjör og mikið gaman. Vinnufélagarnir frábæru gáfu mér gashitara á pallinn:) Svo nú get ég setið úti alltaf. Kannksi jólasteikin verði bara snædd úti á palli.
Talandi um að snæða þá eldaði húsbóndinn hreindýrakjöt úr síðustu veiðiferð á sunnudaginn, það kom mér MJÖG á óvart hvað þetta er gott. Hann var allann daginn að dedúa við þetta og útkoman var bara brill. Nóg af hreindýri eftir í kistunni og það verður pottþétt hreindýra og rauðvínsveisla fljótlega hjá okkur. Enda margir búnir að panta að fá að smakka á tarfinum góða.
Mig langar svo að lesa bókina hennar Ayaan Hirsi Ali." Frjáls" En ég hef svo lítinn tíma til að lesa þessa dagana að það er alveg synd. ÉG held að ég hafi ekki lesið svona lítið síðan ég lærði að lesa. Það bíða margar bækur á náttborðinu. Kannski ég taki eins og eina með mér út. Jeræt!! Annars styttist í það að við förum bara 17 dagar í það. Get ekki beðið.
Over and out.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2007 | 11:29
Ár og aldir...
Mér finnst eins og það séu ár og aldir síðan ég skrifaði síðustu færslu þegar það voru 23 dagar í sumarfríið. Núna eru margir dagar síðan sumarfríinu lauk og ég byrjaði að vinna aftur. Við höfðum það mjög gott í fríinu og náðum að klára að pakka, mála, flytja og þrífa gömlu íbúðina og skila henni af okkur. Okkur líður dásamlega í nýja (gamla) húsinu og í sumar þá leið mér eins og ég væri í sveit í borg þar sem ég sat úti í allri óræktinni í garðinum mínum. Svo þó að við höfum ekki farið lengra en útí garð í fríinu þá fannst okkur við vera út í sveit að elta gamla geit:) Reyndar þurfti húsbóndinn og unglingurinn að elta kanínuna um allan garð einn dag í síðustu viku þar sem hún slapp út úr gróðurhúsinu en það er nú önnur saga
Miðjan eyddi meirihluta sumarsins í sveitunum tveimur en skilaði sér heim um síðustu helgi og mætti í skólann á mánudaginn 3 dögum of seint.
Unglingurinn sem er nú reyndar alveg að verða fullorðin var heilan mánuð á Spáni og hafði það mjög gott. Það er ekki laust við að ég öfundi hana pínu þegar hún slær um sig með spænskum frösum eftir heimkomuna. Mig hefur alltaf langað til að tala Spænsku og ég er oft að reyna að leggja á minnið svona algeng orð en gengur misvel. Hún mætti líka 3 dögum of seint í skólann en það kom ekki að sök. Það er ekki enn búið að gera herbergið hennar íbúðarhæft svo að hún hefur dvalið í Keflavík meira en heima hjá sér eftir að hún kom frá Spáni. Hún er eitthvað orðin leið á þessu herbergjaleysi og miðjan orðin þreytt á ferðatöskunni hennar inni í sínu herbergi svo ég hugsa að við foreldrarnir neyðumst til að byrja á herberginu hennar um helgina.
Þegar við tókum við húsinu okkar litla sæta þá kom í ljós að rafmagnið er ekki alveg í lagi. Nú erum við búin að búa þar næstum í mánuð og ekki ennþá fengið leyst úr þessu. Sá sem við keyptum húsið af á að sjá um að koma þessu í lag en ekki hefur það alveg gengið enn. Við erum búin að komast að því að kaupendur hafa mun minni rétt en seljendur í svona málum og það virðist vera að það skipti engu máli þó að við séum flutt inn í húsið. Það er t.d. ekki hægt að kveikja eða slökkva ljós á öðru baðherberginu sem að gerir það að verkum að við erum ekki farin að nota annað baðherbergið en hann getur hummað þetta fram af sér endalust virðist vera. Við pollrólega fólkið erum alveg við það að hætta að vera pollróleg og viljum fara að fá einhver svör en það virðist sem við þurfum að bíða lengur eftir þeim Þetta hefur vakið upp margar spurningar hjá okkur um fasteigna kaup og sölu og heilindi fasteignasala.
En það breytir því ekki að við erum alsæl í litla húsinu okkar og prinsinn sagði við mig þegar við vorum búin að búa þar í tvo daga " mamma við skulum ekki flytja aftur á gamla staðinn" sem segir held ég allt sem segja þarf um það hvernig honum líður í húsinu.
Okkur fjölgaði líka í fjölskyldunni við flutninginn þar sem að Miðjan ættleyddi kettling sem bjó í húsinu fyrir. Kapitóla er nafnið sem kisan fékk og átti Miðjan að sjálfsögðu að hugsa um köttinn sjálf en þar sem að hún var mjög svo upptekin við sveitastörf og hestamennsku þá kom það í minn hlut að hugsa um Kapitólu svona til að byrja með og það varð til þess að tólan heldur að ég sé mamma hennar ( en ég er náttla bara amma hennar) og hún vill hvergi annars staðar vera en hjá mér og hún meira að segja sefur uppí rúmi hjá mér og ég er ekki einu sinni fyrir ketti. Miðjan er mikið búin að reyna að hæna köttinn að sér eftir að hún kom heim en Tólan vill bara mig
Lífið gengur annars bara sinn vanagang sem er vinna borða og sofa en reyndar er mikið framundan allskyns ferðir og uppákomur og það styttist í sumarfríið hjá húsbóndanum og þá ætlum við að skella okkur í sólina. Það eru nákvæmlega 37 dagar í það í dag. Ég hlakka bara til.
Chao.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2007 | 14:53
23 dagar í sumarfrí
ekki að ég sé að telja eins og áður sagði. Finn samt að ég er orðin þreytt og þarf að fara að komast í frí. Á eftir að vinna þessa viku og svo 3 heilar í viðbót. Verst að húsbóndinn fær ekki eins mikið frí og ég, hann ætlar að vera samt í fríi þegar við fáum húsið og þegar við flytjum. Lilja mín ætlar að redda mér fullt af kössum fyrir helgina svo ég get byrjað að dúllast við að pakka niður. Erum boðin í skírnar og útskriftarveislu hjá Svövu og lillamann á laugardaginn. Svava bara orðin kennari, glæsilegt hjá stelpunni:) Ég hlakka til að vita hvað lillimann á að heita. Er ekki Anni soldið flott nafn??
Það er frekar tómlegt heima hjá okkur þessa dagana, miðjan í sveitinni hjá Biddu frænku og unglingurinn vinnur og vinnur. Ég er farin að bíða svo eftir að við fáum húsið okkar afhent að sumarið er að fara fram hjá mér er samt að reyna að njóta veðurblíðunnar en er bara farið að langa að pakka öllu niður og flytja:) Ég keyri svona 3-5 sinnum í viku fram hjá húsinu til að athuga hvort að það er einhver hreyfing á fólkinu þar. Er viss um að nágrannarnir eru farnir að kannast við mig Það verður þá bara fljótlegra að kynnast þeim. Þekki reyndar nokkra sem búa við götuna og mér er sagt að það sé mikið fjör þarna oft. Grillveislur í götunni á sumrin og svona Eins gott að einhver góðhjartaður nágranni baki pie og komi með til mín með svona köflóttu viskastykki yfir. (Þannig er það alltaf í amerískum bíómyndum:)) Það liggur við að ég sé farin að sofa með garðhanskana á mér ég hlakka svo til að byrja að vinna í garðinum. Held kannski að ég sé bara full óþolinmóð. Ég er búin að raða svo oft inn í húsið í huganum að ég er komin í marga hringi fram og aftur. Húsbóndinn gerir bara grín að mér og finnst ég meira skrýtin en venjulega.
Var í nöglum í gær og kom við hjá Mikael Mána og knúsaði hann fullt. Magnað hvað barnið er fallegt:)Vinir okkar ætla að stinga af til útlanda akkúrat þegar við verðum að flytja. Ég held að þau hafi pantað sér þessa ferð bara til að sleppa við að hjálpa okkur að flytja Þau sverja það af sér og segjast bara ekkert hafa verið að hugsa um okkur þegar þau ákváðu að fara í ágúst. Er það nú!! Við ætlum að stinga af í október í rúma viku í frí til útlanda BARNLAUS. Erum búin að panta okkur ferð. Það verður sennilega sumarfríið sem húsbóndinn fær, því þó hann fari í frí þegar við flytjum þá verður meira en nóg að gera hjá okkur þá.
Ég er búin að uppgötva agalega skemmtilega gönguleið frá nýja húsinu því ég ætla að fara að vera svo dugleg að labba og hreyfa mig meira. Er alltaf að byrja í átaki en svo bara hætti ég aftur og byrja aftur og hætti aftur og byrja aftur..... Verð samt örugglega MIKLU duglegri þegar ég flyt og líka duglegri að taka til og þrífa og þrífa bílinn og syngja í baði og lesa fyrir drenginn og vakna á morgnana kl.6 og fara í Yoga og jabberí jabb:) JERÆT! En alltaf gaman að láta sig dreyma Ég er samt búin að labba soldið og stefni á að halda því áfram í alvörunni:)
Æ nú verð ég kannski að fara að vinna smá í vinnunni. Það er annars ekki þverfótað fyrir sumarafleysingafólki hér sem er bara gott. Ætla að fara og fá mér kaffibolla úr nýju fínu kaffivélinni hérna.
Þangað til næst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2007 | 11:36
Mannleg samskipti
er eitthvað sem sumir þyrftu að æfa sig í. Ég tel mig þokkalega vel að mér í þeim en konan sem að ég var í sambandi við í gær nokkrum sinnum í fjármálastofnun hér í borg þyrfti alvarlega að athuga sinn gang í þeim efnum. Það er alveg með ólíkindum hvernig fullorðið fólk getur hagað sér. Þetta varðaði greiðslu út af fasteignakaupunum og sölunni og peninga sem að ég átti og átti að vera búið að leggja inn á reikninginn okkar en bankinn ætlaði að reyna að halda þeim fram yfir helgi, sennilega til að græða meir. Ég fékk mitt fram á endanum eftir ófá símtöl við þessa mjög svo dónalegu konu. Ég byrjaði á því að vera öskureið en ákvað svo að konu greyinu væri bara vorkun og ég ætla ekki að eyða minni orku í að velta mér upp úr því.
Við áttum frábæra Hvítasunnuhelgi í sumarbústað í Munaðarnesi með Jó og robb. Veðrið var frábært og við sáum varla börnin alla helgina, rétt náðum að toga þau inn til að borða og dýfa þeim aðeins í pottinn. Eftir sunnudaginn var ekki laust við að við værum brennd eftir sólina.
Prinsinn var svo reyndar orðinn lasinn þegar við komum heim og var ég heima með hann þriðjudag og miðvikudag. Hann hagaði sér eins og sannur karlmaður í veikindunum og lá uppí sófa með teppi meðan ég þeyttist um alla íbúð að sækja fyrir hann hinar og þessa "nauðsynjar" milli þess sem hann leit á mig með fallegu hvolpaaugunum sínum og minnti mig á að hann væri sko lasinn
Miðjan er alveg að verða búin í skólanum og á mánudaginn eru skólaslit. Það eru nokkrir tónleikar framundan hjá kórnum og meðal annars syngja þær á tvennum tónleikum í tenglsum við hátíðina "Bjartir dagar" sem fer fram í Hafnarfirði á næstunni. Hún bíður spennt eftir að komast í frí og ætlar að fara á tvö reiðnámskeið hjá Íshestum í Hafnarfirði og svo ætlar hún að eyða einhverjum tíma í sveitinni.
Ég er að fara í sumarbústað í kvöld með vinnunni og ætlum við borða saman góðan mat og skemmta okkur sjálfum og hvor annarri fram eftir nóttu
Hugurinn er á fullu þessa dagana að skipuleggja á hverju skal byrja þegar við fáum húsið afhent og ég drekk í mig allan fróðleik sem ég kemst yfir um garðrækt og garðaumhirðu. Ég hlakka svo til að breytast í moldvörpu og skríða í garðinum mínum. Það hefur ekki verið hugsað neitt að ráði um hann í nokkur ár og því að nóg að gera þar. Húsbóndinn er jafn spenntur yfir bílskúrnum og hans hugur er á fullu að skipuleggja allt sem hann ætlar að gera þar. Við hjálpumst nú væntanlega að við þetta allt saman samt
Það eru 43 dagar í dag þangað til að ég fer í sumarfrí. Ekki að ég sé að telja
Lifið heil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2007 | 11:35
Að selja og kaupa
fasteign er svolítið sem við hjónin erum búin að vera að standa í síðustu daga. Um miðjan apríl kom á sölu hús í hverfinu okkar sem að við féllum alveg fyrir og það var allt sett á fullt og við erum semsagt búin að selja íbúðina okkar og kaupa okkur einbýlishús með bílskúr. Þetta tók ekki langan tíma og við erum eiginlega ekki alveg búin að átta okkur á þessu ennþá Húsið er dásamlegt lítið gamalt og krúttlegt. Það er nógu stórt fyrir okkur öll og nógu lítið til að við hjónin týnum ekki hvort öðru þegar börnin eru farin að heiman. Það þarf að gera ýmislegt og okkur hlakkar bara til að bretta upp ermar og hefjast handa. Við fáum það afhent í síðasta lagi 1. ágúst og eigum að afhenda okkar íbúð 15. ágúst. Ég er búin að fjárfesta í garðhönskum og er ekki frá því að fingurnir á mér séu byrjaðir að grænka:) Þeir sem hafa hug á að heimsækja okkur í nýja (gamla) húsið eru vinsamlegast beðnir að hafa með sér t.d. skóflu, pensil, hamar eða sög
Miðjan hefur það gott í Noregi, þær héldu vel heppnaða tónleika í Nordbergkirkju í Osló á sunnudaginn og hafa svo eytt tímanum í æfingar, skoðunarferðir og búðarrölt. Aðal dagurinn er svo hjá þeim á fimmtudaginn en þá halda norðmenn þjóðhátíðardag sinn hátíðlegan. Fréttir af ferðinni má sjá hér á heimasíðu kórsins. http://kor.vefjun.com/
Ég kaus rétt í kosningunum á laugardaginn en er hissa á að þjóðin skuli ekki vera til í prófa að breyta til. Hvernig þeir fara svo að því að mynda ríkisstjórn verður spennandi að sjá.
Eurovision og kosningakvöldinu eyddum við í góðra vina hópi heima hjá Jó og Robb, borðuðum góðan mat og dreyptum á hvítvíni og bjór með
Unglingurinn búin í prófum og byrjuð að vinna á fullu. Við verðum væntanlega flutt þegar hún kemur heim frá Spáni svo hún þarf að pakka tvöfalt niður áður en hún fer út:)´
Sumarið alveg að skella á og við með sumar í sinni, bíðum bara spennt eftir að fá húsið okkar
Lifið heil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2007 | 11:02
Vá hvað Eiríkur var flottur...
hann sló ekki feilnótu allt lagið. Mér fannst þetta langbesta lagið og LANGbesti flutningurinn. Maðurinn er svo dásamlega fallegur og frábær söngvari að ég var með andateppu og hjartsláttartruflanir á meðan hann var á sviðinu. Ég er búin að jafna mig núna en er mjög hissa að hann komst ekki áfram. En það hafa greinilega ekki allir sama smekk og ég. "Eiki þú getur alltaf treyst á mitt atkvæði"
Við vorum flott í vinnunni á fimmtudaginn flestir með eða í einhverju sem minnti á einhvern eða eitthvað úr Eurovision í gegnum tíðina. Ný og gömul Euro lög hljómuðu úr flestum tölvum og allir voru spenntir fyrir kvöldinu. Mjög gaman!! Eins og það sé ekki nógu gaman í vinnunni svona venjulega
Er enn að reyna að gera upp við mig hvað ég á að kjósa, hef tíma til 10 í kvöld. Er að horfa hérna út um gluggann hjá mér á fólkið streyma á kjörstað. Held bara að það hafi aldrei verið svona mikil umferð í götunni. Ég er að reyna að gera upp við mig hvað mér finnst skipta máli: Ókeypis tannvernd fyrir börn? : Nei ég hef allavega ekki verið í vandræðum með að borga þessi 25% af tannlæknakostnaði barnanna minna. TR borgar sko 75%. Leggja niður kvótakerfið: Já kannksi en hvað með þá sem hafa keypt kvóta dýrum dómi? Eða þá sem fengu hann á silfurfati þegar kvótakerfið var sett á?? Eða áframhaldandi stóriðja á Íslandi?? Eða ekki stóriðja á Íslandi. Sit hér í þungum þönkum, og mun gera þangað til ég fer í sparifötin og labba yfir götuna til að nýta mitt atkvæði. Ég þarf allavega ekki að leita að bílastæði:)
Miðjan komin til Noregs, það var mikil stemmning þegar við mættum útí skóla rétt fyrir 5 í gærmorgun, flestar mæðurnar á náttbuxunum með stýrurnar í augunum en stúlkurnar ferskar og spenntar fyrir æfintýrinu sem fram undan er. Ég heyrði í henni eftir að þau lentu og allt gekk vel og það var gott veður í Oslo í gær.
Unglingurinn búin í prófum og byrjar að vinna fulla vinna eftir helgi, skilst að hún ætli bara að vera í vinnunni þangað til hún fer til Spánar. Ekki veitir af til að eiga fyrir heilum mánuði á Spáni:)
Prinsarnir mínir báðir svo yndislega fallegir eftir klippingu í gær að ég bara get ekki hætt að horfa á þá Húsbóndinn reyndar í ökutíma núna að reyna að klára þetta meirapróf. Prinsinn minn situr og horfir á Latabæ með fullann nammipoka og talar um hvað það sé nú hollt að borða grænmeti meðan hann mokar uppí sig úr sælgætispokanum ég er að spá í að nýta tímann meðan Latibær er að passa fyrir mig og kúra smá.
Góða helgi og kjósið rétt. ( Nei ekki spyrja mig hvað er rétt)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 20:44
Mikael Máni
er nafnið sem prinsinn dásamlegi þeirra Ingu og Óla fékk á laugardaginn. Við fjölskyldan vorum að sjálfsögðu viðstödd og prinsinn hagaði sér eins og sannur prins á meðan á þessu stóð.
Áðan vorum ég og prinsinn minn á tónleikum úti í skóla þar sem að kórinn var með general prufu fyrir Noregsferðina sem nú styttist óðum í. Þær stóðu sig frábærlega og þetta var mjög skemmtilegt og ekki laust við að mér vöknaði um augun þegar sum hugljúfu lögin hljómuðu um salinn Miðjan og hinar stelpurnar í kórnum eru orðnar vægast sagt spenntar og þetta verður án efa frábær ferð hjá þeim. Skólstjórinn ætlar að fara með þeim og fylgjast með þeim halda tónleika í Noregi.
Ennþá get ég ekki ákveðið hvað ég ætla að kjósa og finnst stundum að engin eigi skilið að fá mitt atkvæði, get bara ekki lengur hlustað á allan kosningaáróðurinn þar sem allir tala illa um alla.
Heimsfréttirnar alltaf jafn skuggalegar ..17 ára stúlka grýtt til bana í Írak og það eina sem hún gerði var að verða ástafangin af manni af öðrum trúflokki. Það er árið 2007!!! Ungabarni rænt í
Portúgal og upp komnar ýmis konar samsæriskenningar um það að foreldrarnir eigi hlut að máli.
Við hér með sól í hjarta gleypum í okkur hvern einasta sólargeisla sem býðst:) Nóg að gera og margt í gangi.
Eurovision þema í vinnunni á fimmtudaginn.. spurning hvort að maður mætir sem Bobbysocks eða Selma. Tek allavega pottþétt Gleðibankann fyrir vinnufélagana. Hef góða tilfinningu fyrir Eika okkar Hauks og er sannfærð um að hann kemst áfram á fimmtudagskvöldið. Reyndar var ég líka sannfærð í fyrra um að Sylvía Nótt færi áfram en öll vitum við nú hvernig það fór.
En kallar húsbóndinn" potturinn er tilbúinn" svo ég ætla að skella mér þangað með honum.
overandout.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.4.2007 | 11:06
Tíminn flýgur..
Og nú er að koma ein helgin í viðbót. Stundum líður tíminn svo hratt að ég veit ekki hvað verður um dagana. Stundum finnst mér samt að ég geri ekki annað en að vinna, borða og sofa. Ekki það að það eru svo sem forréttindi að geta það. Þegar ég var alveg að sofna í gærkvöldi þá buldi regnið á rúðunni og það kom kaldur gustur inn um gluggann og þar sem ég lá á kafi undir sæng í góða rúminu mínu alveg að sofna þá flaug í gegnum hugann á mér hvað ég er heppinn að geta verið inni í hlýja rúminu mínu með sængina mína. Út um allan heim er fólk sem hefur ekkert af þessu en okkur finnst þetta svo sjálfsagt. Sennilega er ég ennþá með í huganum Kompás þáttinn frá því síðasta sunnudag, þar sem við sáum fátæktina í sinni ömurlegustu mynd.
Ég byrjaði hjá nýjum tannlækni í síðustu viku og ætla að taka þetta með trompi núna og láta bara gera stellið eins og nýtt. Mér skilst reyndar á honum að ég þurfi næstum að flytja lögheimilið mitt til hans en við stefnum á að vera búin að klára fyrir haustið svo þá ætti ég að vera með skjannahvítt sólskinsbros En hvort ég veðset íbúðina, kallinn eða börnin fyrir kostnaðinum er ég ekki alveg búin að gera upp við mig. Kannksi býðst ég bara til að þrífa hjá tannsanum næstu 15-20 árin:)
Um helgina erum við miðjan að fara í Kaldárssel þar sem hún verður í æfingabúðum. Ég ætla að hjálpa til á laugardaginn og gista svo þar með hópnum. Það styttist í Noregsferðina svo það eru stífar æfingar framundan.
Hún er oftast með hugann í sveitinni hjá trippinu sínu svo ég á von á að hún verði þar hluta af sumrinu. Hún á þó reyndar alveg eftir að ræða það við húsbændurnar í sveitinni en ég býst alveg við að þau bjóði hana velkomna eins og áður Hún er líka orðin svo stór að það er hægt að leyfa henni að hjálpa til við bústörfin.:) og hafa þannig eitthvað gagn af henni Sveitin dregur hana til sín eins og segull.
Húsbóndinn er enn á námskeiðinu svo ég hitti hann rétt til að kyssa hann góða nótt. Þetta verður svona til 8. maí svo það er ekki mjög langt eftir. Við erum ekki enn búin að gera upp við okkur hvað skal gera í sumarfríinu en erum að spá og spekúlera.
Þetta veður hérna er stundum alveg að gera mann bilaðan, ég veit aldrei hvort að ég á að vera með sólgleraugun eða vera í pollagallanumStundum er sól og svo er komin rigning eftir nokkrar mínútur og svo aftur sól nokkrum mínútum eftir það. Ákveða sig....!!!!!!
Unglingurinn er að fara að byrja í prófum og les stíft þessa dagana, hún gefur sér þó tíma til að mæta í ræktina ( held að ég ætti að taka hana til fyrirmyndar) hún er búin að fá vinnu í sumar þar sem hún vann í fyrrasumar og hefur unnið með skólanum í vetur. Hún ætlar að vera aftur í 4 vikur á Spáni í lok sumars svo það er eins gott fyrir hana að vinna nóg.
Haddý vinkona mín á afmæli í dag. Til hamingju með daginn elsku Haddý en mikið hrikalega ertu orðin gömul
Ég er ekki enn búin ákveða hvað ég ætla að kjósa en spái mikið í það. Það er svo sem alveg nógur tími til að ákveða sig og ekkert víst að það gerist fyrr en inni í kjörklefanum.
Mágur og svilkona ( mér hefur alltaf fundist þetta undarlegt orð) á leiðinni til útlanda á morgun. Góða ferð og hafið það svakalega gott í útlandinu Ég kem svo fljótlega til að heyra ferðasöguna og hjálpa ykkur með tollinn
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)