Færsluflokkur: Bloggar

Sumarið er tíminn.....

Og það kemur á morgun:) Er það ekki?? Vorið fór reyndar alveg fram hjá mér en ég hef trú á að þetta sé allt að koma. Ég er allavega með vor í hjarta og hlakka til komandi sumars og hef fulla trú á því að ég verði farin að sitja úti á palli í stuttbuxunum áður en langt um líður.. JERÆT 

Hitti húsbóndann lítið þessa dagana út af þessu námskeiði sem hann er á. Verðum samt í fríi á morgun. Kannski maður bara kaupi eina hvítvín á leiðinni heim og bjóði honum upp á það í pottinum í kvöld.

Nú eru víst Alþingiskosningar á næsta leyti og ekki seinna vænna en að fara að mynda sér skoðun á því hvað skal kjósa.  Ég hef aldrei verið svona óákveðin þannig að mitt atkvæði er til sölu. Ekki fyrir pening heldur fyrir góðan málstað og loforð um eitthvað sem ég get trúað að verði staðið við. Ég verð mjög hissa ef að þjóðin er ekki til í að breyta aðeins til og prófa eitthvað nýtt. Þessa dagana drekk ég í mig allan áróðurinn sem dynur á okkur til að vera viss um að mitt atkvæði fari á réttan staðSideways Í Eurovision veit ég samt alveg hver fær atkvæðið mitt.. Eiríkur er minn maðurInLove

  Hef bara ekki meira að segja í bili. Gleðilegt sumar og njótið dagsins.


Lengdi páskafríið með ælupest:(

  Jabb höfðum það mjög gott um páskana eins og við ætluðum. Fórum á Selfoss á fimmtudag og  vorum fram á föstudag.  Á föstudagskvöld borðuðum við humar með Jó og Robb og á laugardagskvöld hittist saumaklúbburinn ásamt mökum og borðaði saman. Á páskadag fórum við ekki úr náttbuxunum og kúrðum bara hér heima með páskaegg og höfðum það gott. Frumburðurinn var að vinna svo að við borðuðum páskamatinn í seinna lagi, fórum svo í pottinn og lágum þar fram eftir nóttu.  Á annan í páskum fórum við og knúsuðum lillamann Ingu og Ólason og fengum miðjuna heim úr sveitinni þar sem hún hafði það gott um páskana. Seint á mánudagskvöldið fékk ég svo heiftarlega gubbupest og er búin að liggja síðan. Allir á heimilinu nema miðjan hafa fengið að finna eitthvað fyrir þessari ógeðispest en engin þó eins og ég, ég er búin að vera með hita og bara mjög slöpp. Já maður endaði páskana með stæl. Er að hressast samt og hlakka til að fara að vinna á morgun. 

Annars er það helst í fréttum að húsbóndinn er farinn að færa sig uppá skaftið með þetta mótorhjólShocking Hann tók það með í bæinn um páskana og svo var veðurspáin ekki nógu góð og við eigum náttla ekki bílskúr þannig að hjólið er hérna inni á gangi hjá okkur:) og ég er ekki að grínast. Þegar prinsinn sá það þá varð hann svo glaður og kallaði á pabba sinn "pabbi pabbi mótorhjólið er komið inn í íbúðina okkar" Vá frábært. Þetta er nú reyndar til bráðabirgða og skilst mér að verið sé að leysa úr húsnæðisvanda mótorhjólsinsGrin Eða ég vona það allavega áður en hjólið endar inni í hjónarúmi.

Ég er að verða hálfgerð grasekkja næstu 4 vikurnar því að húsbóndinn er að byrja á meiraprófsnámskeiði í kvöld og verður þar að mér skilst öll kvöld næstu 4 vikurnar.  Prinsinn verður farinn að sofa þegar hann kemur heim á kvöldin svo þeir munu ekki hittast mikið á virkum dögum þessar vikur. En þeir bæta það bara upp um helgar. Það er víst að koma ein helgin í viðbót og önnur nýbúin. 

Lillemann Ingu og Ólason var 16,5 merkur og 54,5 cm þegar hann fæddist. Hann er dásamlega fallegur og flottur drengur sem hagar sér eins og sannur prins og bara sefur og drekkur. Við Jó vorum að sjálfsögðu mættar uppá fæðó 4 tímum eftir að barnið fæddist svo að hann verði nú með það á hreinu hverjir eru vinir hansInLove

 Þangað til næst. 


Velkomin í heiminn elsku litli Ingu og Ólason:)

Litli prinsinn kom í heiminn um kl. 15 í dagGrin Við vinkonurnar erum held ég búnar að vera jafn spenntar og foreldrarnir yfir þessu litla barni. Ég get ekki beðið eftir að knúsa hann.

Páskafríið alveg að skella á og vorið líkaCool.

 Hafið það gott um páskana ég ætla allavega að gera það.


Fjúkk að 1. apríl er búin

Mér er illa við þann dag:) Er svo hrædd um að vera plötuð að ég er vör um mig allan daginn og trúi helst engu sem er sagt við mig og engu sem ég les. FootinMouth Held að ég hafi ekki hlaupið 1.apríl í ár:) Helgin fór í veisluhöld hjá prinsinum, mikið fjör og mikið gaman. Hugsa að við verðum að byggja við eftir þetta til að koma öllu dótinu og fötunum sem prinsinn fékk í afmælisgjöf fyrir. Hann svaf á föstudagsnóttina í strigaskóm sem hann fékk frá ömmu og Torfa og með bíl í rúminu hjá sér sem hann fékk líka.

Við hjónin vorum mætt á kjörstað í Hafnarfirði um hádegi á laugardaginn og var gaman að sjá hversu góð þátttakan í kosningunum var. Ég elska Hafnarfjörð:)

Húsbóndinn byrjaði í nýju vinnunni í morgun var bara glaður með það.

Ingu og Óla prins lætur enn bíða eftir sér en á morgun verður honum skipað í heiminn ef að hann hefur ekki látið sjá sig fyrr:) Hann kom samt í afmælið um helgina en bara í bumbunni. Við erum orðin óþreyjufull að hitta hann svo það er eins gott fyrir hann að fara að láta sjá sig.

Miðjan er að ferðbúast fyrir sveitaferðina, hún fer á morgun og verður fram yfir páska. Búin að fá eitt páskaegg og á von á öðru.  Hún verður örugglega bóndi,og það verðum þá við hin sem ferðbúumst um páskana til að heimsækja hana í komandi framtíð:) Hún er búin að vera að gera voða fínt í herberginu sínu og fékk sófa í gær og smá nýtt dúllerí og ætlar að reyna að vera dugleg að halda því fínuWhistling

Páskafríið alveg að skella á og örugglega vorið líka.

Orð dagsins í dag  vor=wiosna og í dag er mánudagur = poniedzial

 Lifið heil.


Prinsinn orðinn 4 ára og alveg að koma sumar:) eða hvað??

Jæja Prinsinn dásamlegi orðinn 4 ára og hann sem fæddist um daginnCrying Skil bara ekki hvað þetta líður hratt. Hann hélt veislu á leikskólanum á afmælisdaginn og bauð uppá ís og svo verður helgin notuð í veisluhöld heimafyrir.  Ég var í foreldraviðtali í morgun á leikskólanum og það var bara frábært að heyra hvað prinsinn er frábær og duglegur. Grin Enda er hann á frábærum leikskóla þar sem er frábært starfsfólk og frábært starf.

Erum annars búin að vera að gera ýmislegt heima, dytta aðeins að baðherberginu og mála og svona ýmislegt, og ég held að ég sé komin með leið á IKEA í bili. Annars finnst RD frábært í Smålandi og fjölskyldan er búin að venjast því ágætlega að borða kvöldmatinn á veitingastað IKEA.  Húsbóndinn þarf að fara eina ferð þangað á morgun og svo held ég að við segjum þetta gott í bili. Ég er búin að vera einstaklega dugleg að henda og þarf að fara Sorpuferð með fulla kerruW00t 

Ingu og Óla prins lætur bíða eftir sér og nú er ég alveg á því að 1. apríl sé dagurinn. Get annars ekki beðið eftir að knúsa hann.

Miðjan mín ætlar í sveitina um páskana, bíður eftir að komast í frí. Ég get reyndar ekki beðið heldur eftir að komast í frí, ætla að liggja í leti um páskana í náttbuxunum góðu og hjálpa þeim börnum sem eftir verða heima að borða páskaeggin sín.  Förum kannksi aðeins austur fyrir fjall en ég tek örugglega náttbuxurnar góðu með mér:)

Á laugardaginn eru svo kosningar í Hafnarfirði og spurning hvort að það verði svo álpartý um kvöldið. Ég hvet alla sem búa í Hafnarfirði til að nýta sér atkvæðisrétt sinn og mæta til að kjósa um álið. Ekki það að ég hef ekki hugmynd um það hvar verður kosið eða hvenær er opið. En ég kynni mér það pottþétt fyrir laugardag.

Svo er það pólskan - Orð á dagsins= vangaveltur = rozwazania og í dag er fimmtudagur = czwartek


Komin föstudagur.. hvað varð um vikuna?

Tíminn flýgur svo áfram að mér finnst alltaf vera föstudagur, er ekki alveg viss hvað varð um þessa viku. En svona er lífið. Var mætt í vinnuna í morgun kl.7 bara ræð ekki við mig það er svo gaman í vinnunniGrin Get annars ekki beðið eftir að komast í helgarfrí, hugsa að náttbuxurnar verði vel notaðar þessa helgi. Er að bíða eftir að það renni á mig æði..þ.e.a.s. tiltektar og þrifnaðar æði;) og brjóta saman þvott æði og... og... ætla samt að vera í náttbuxunum meðan ég framkvæmi þetta allt saman. Húsbóndinn ætlar að nota eitthvað af helginni til að mótorhjólast en svo er eins gott fyrir hann að fara í sínar náttbuxur og vera með tuskuna á lofti mér til samlætis:) Annars er síðasti dagurinn hans í vinnunni í dag og nú er hann kominn í smá frí áður en hann byrjar í nýju vinnunni. Fríið ætlar hann að nota til að dytta að hinu og þessu á heimilinu og í bílnum.

Þessa dagana er verið að setja saman sumarfríin og einnig erum við að spá í hvað skal gera í fríinu. Eigum við að fara út eða vera inni?? Út er að fara til útlanda og inni er að vera á Íslandi þar sem er næstum alltaf rigning og maður verður þá að vera inni til að blotna ekki. Ætlum að taka ákvörðun mjög fljótlega með þetta.

Þessa dagana er nóg að gera hjá okkur Hafnfirðingum að fara yfir öll þau rök sem við heyrum með eða á móti stækkun Álvers í Straumsvík. Margir eiga sennilega erfitt með að gera upp hug sinn því að flestir sem reyna að hafa áhrif eru sannfærandi í sínum röksemdarfærslum og meðan maður les góða grein sem er vel skrifuð hvort sem að hún mælir með eða á móti stækkun þá er svo auðvelt að gleyma sér og verða sammála því sem þar stendur. Ég er reyndar löngu búin að gera upp hug minn og ekkert sem fær mig til að skipta um skoðun úr þessu. En ég hvet alla Hafnfirðinga til að kynna sér málið vel áður en þeir mynda sér endanlega skoðun.

Miðjan mín selur grimmt af rækjum og páskaliljum þessa dagana og mikið að gerast fyrir Noregsferðina. Það er komin dagskrá fyrir ferðina og mér sýnist að þetta verði hin frábærasta ferð hjá þeim. Þau fá Eurovision partý og allt.

Smá hugleiðing um þjóðfélagið okkar....

 Ég skellti mér í þá ágætu verslun Bónus í fyrradag sem ég geri reyndar mjög oft og er ekkert merkilegt. Nema þegar ég kem að kassanum þá er pólsk kona að vinna þar. Hún talar greinilega ekki stakkt orð í íslensku og af samskiptum mínum við pólverja í vinnunni minni þá hef ég komist að því að þeir tala oft enga ensku. Nema þetta gengur bara vel hjá okkur á kassanum ( þökk sé fingrapati og strikamerkjum) og þegar hún bendir á plastpokana þá set ég þrjá fingur upp í loft til merkis um það að ég þurfi  þrjá plastpoka. Ég rétti henni svo kortið og hún rennir því í gegn og ég skrifa undir og allir sáttir. En þegar ég er að labba burt frá kassanum þá fer ég að hugsa hvað hefði hún gert ef að ég hefði t.d. fengið synjun á kortið?? Hvernig segir maður " ekki heimild" á fingrapati ? eða á pólsku??. Spurning að fara að læra pólsku. .. við erum nýbúin að eignast pólsk-íslenska og íslensk-pólska orðabók í vinnunni. kannski maður fari bara að læra eitt orð á dag.

Orð dagsins.. vélhjól=motocykl og í dag er föstudagur=Pia,tek.

 Lifið í lukku en ekki í krukku.


Er vorið að koma??

Ég hélt það í vikunni en er hætt við að halda það. Nú kyngir niður snjó og við sem ætluðum að fara að setja sumardekkin undir kaggann.

Síðasta helgi í raðhúsinu góða var frábær enda ekki við öðru að búast í svo góðum félagsskap og með alla skápa fulla af gúmmilaði.  Náttbuxurnar voru vel nýttar alla helgina.. held ég hafi farið úr þeim ca. 3svar og þá til að fara í bíkíníið og í pottinn eða gufubaðið:)

Annars allt í rólegheitunum, var á fundi áðan útí skóla út af kórferðinni sem Miðjan er að fara í til Noregs.  Allt kostar þetta peninga og er verið að reyna að afla fjár til ferðarinnar með hinum ýmsu ráðum.

Á morgun stendur til að fara á Selfoss og gista þar, þar sem Húsbóndinn ætlar að skipta um tímareim í  kagganum og svo ætlar hann að "leika" sér á mótorhjólinu á laugardaginn. Þetta er fjórða helgin í röð sem ég fer austur fyrir fjall. Er að spá í að vera heima hjá mér helgina eftir það.

Nú heyri ég að baðið er laust er að hugsa um að skella smá lit í hárið á mér.

   Lifið heil.


Varla búin að jafna mig eftir síðustu sumarbústaðaferð þegar ég fer í þá næstu.

Helgin með saumaklúbbnum var að vonum dásamleg. Kvefmeðalið virkaði eins og það átti að gera alla helgina. Húsmæðurnar virðulegu sátu við hannyrðir og spjall um matseld og barnauppeldi fram eftir kveldi. JERÆT!! Að venju vorum við leystar út með gjöfum og fíneríi af hver annarri og 2 okkar komu með "köku" með kaffinu. Skelli hér inn mynd af henni við fyrsta tækifæri:) Á laugardeginum var brunað á Selfoss og kíkt í búðir og út að borða. Verður væntalega í síðasta skipti sem við heimsækjum  veitingastaðinn sem við sóttum heim þann daginn. Höfum bæði fengið betri þjónustu og betri mat. Um kvöldið eldaði ég svo nautalundina góðu og rann hún ljúflega niður kl 22.30. Heilsufar klúbbsins góða var ekki upp á marga fiska þessa helgi en við skemmtum okkur konunglega þrátt fyrir það og vöntun á WC pappír svona til að byrja meðGrin Klúbburinn góði stefnir svo að hitting um páskana ásamt mökum. 

En svo er næstum komið að næstu bústaðarferð hjá mér:) erum að fara á morgun í raðhús á Laugarvatni með Jó og Robb og öðru afkvæmi þeirra. Við sjálf tökum 2 af 3 afkvæmum okkar með. Þetta 3ja verður að vinna fyrir sér þessa helgi og hefur þar fyrir utan lítinn áhuga á að ferðast með okkur gamla settinu. Í raðhúsinu ætlum við að hafa það agalega huggulegt um helgina gera vel við okkur í mat og drykk í góðum félagsskap, ásamt því að taka nokkra sundspretti í heita pottinum.

En svona á milli bústaðaferða hjá mér þá náði Húsbóndinn að ráða sig í nýja vinnu, segja upp í hinni og kaupa sér mótorhjól. Alveg er ég löngu hætt að reyna að malda í móinn þegar hann kaupir svona leikstæki því að af reynslunni hef ég lært það að strákar verða að fá að leika sér sama hvað þeir eru "ungir". Pilturinn okkar bíður spenntur eftir hjólinu og hefur sofið með forláta mótorhjólahanska sem faðir hans keypti handa honum á hverri nóttu síðan hann eignaðist þá.

Á morgun er "þrifadagur" hér í vinnunni. Þá tökum við okkur til og þrífum ársbyrgðir af ryki og öðrum ófögnuði af borðum og hillum hjá okkur. Borðum saman í hádeginu og fáum okkur svo hressingu saman kl. 16.15:) Það verður reyndar stutt gaman hjá mér út af raðhúsaferðinni en örugglega gaman samtSideways. Við verðum í þartilgerðum þrifsérsveitabúningum sem við fáum afhenta hér á morgun, þeir eru skreyttir með vinningsslagorðum úr slagorðakeppni þeirri sem haldin var hér á dögunum. 

Eftir vinnu í dag förum við í afmælispizza partý hjá Daníel frænda okkar og hlökkum við mikið til að hitta þau systkinin undurfögru:)

Er alveg að fara að setja inn myndir frá síðustu bústaðaferð.

Overandout.  


Neibb stóðst ekki veisluna:(

Jæja það var svo sem auðvitað, föstudagskaffið var eins og fermingarveisluhlaðborð og þegar manni er boðið í veislu er auðvitað dónalegt að bragða ekki á veisluföngunumCool Lilja vinkona mín á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið elsku LiljaWizard Læt ekkert fylgja með hvað hún er gömul, segjum bara að hún sé MJÖG gömul. Greyið:). Svo er sumó eftir vinnu, ég ætla að harka af mér og fara þó að ég sé eiginlega lasin. Set bara upp sólgleraugun og tek með mér snýtubréfWhistling  Ég ætla að elda nautalund ala ég annað kvöld. Eins gott að kvefmeðalið verði farið að virka þá. Annars vill ég sjá um að elda, treysti engum öðrum í það. Þær hinar sjá svo um að ganga frá.  Ein í saumaklúbbnum festist í bakinu í gær, svo við verðum flottar í sveitinni. Spurning að hafa hjúkrunarfræðing með okkur til að vera save. RD fór á leikskólann í morgun sæll og glaður og þar fréttum við að öll börnin í hans hóp eru búin að vera veik í þessari viku. Glæsilegt ástand! Jæja þarf að fara að taka meiri verkjatöflur finn að hitinn er að hækka:) Eins gott að ég er ekki að fara að keyra upp í bústað. Hugsa að ég leggi mig á leiðinni. Chao.

Kvef og rautt nef.

Gat nú verið að ég fengi kvef þegar ég er að fara í sumó. Það helltist yfir mig í gærkvöldi og ég er bara búin að vera að snýta mér síðan og er mjög slöpp, nefið á mér er líka orðið eldrautt. Fór í vinnuna í morgun með hor í nös, elsta systir var heima með RD í dag en hann fer á leikskólann á morgun, það er dótadagur og því má hann ekki missa af. Eftir vinnu fór ég í apótekið og keypti ALLT sem ég sá sem ég held að geti slegið á kvefið og slappleikann. Hef varla undan núna að innbyrða þetta allt. Spurning um að fá sér eitthvað almennilegt kvefmeðal í sveitinni;)  AÐ VENJU var nammi á kaffistofunni í vinnunni en ég var svo dugleg og stóðst það næstum alvegCrying fékk mér bara einn pínu pínu oggu pons lakkrísbita. Á morgun er svo veisla eins og alltaf fyrsta föstudag í mánuði. Spurning hvernig gengur kakaað  standast það.  Held ég ætli að halda áfram að hella í mig kvefmeðulum núna og safna kröftum fyrir sveitaferðinaWhistling sem á btw að vera afslöppun fyrir þreyttar húsmæður. Bæjó

  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband