Neibb stóðst ekki veisluna:(

Jæja það var svo sem auðvitað, föstudagskaffið var eins og fermingarveisluhlaðborð og þegar manni er boðið í veislu er auðvitað dónalegt að bragða ekki á veisluföngunumCool Lilja vinkona mín á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið elsku LiljaWizard Læt ekkert fylgja með hvað hún er gömul, segjum bara að hún sé MJÖG gömul. Greyið:). Svo er sumó eftir vinnu, ég ætla að harka af mér og fara þó að ég sé eiginlega lasin. Set bara upp sólgleraugun og tek með mér snýtubréfWhistling  Ég ætla að elda nautalund ala ég annað kvöld. Eins gott að kvefmeðalið verði farið að virka þá. Annars vill ég sjá um að elda, treysti engum öðrum í það. Þær hinar sjá svo um að ganga frá.  Ein í saumaklúbbnum festist í bakinu í gær, svo við verðum flottar í sveitinni. Spurning að hafa hjúkrunarfræðing með okkur til að vera save. RD fór á leikskólann í morgun sæll og glaður og þar fréttum við að öll börnin í hans hóp eru búin að vera veik í þessari viku. Glæsilegt ástand! Jæja þarf að fara að taka meiri verkjatöflur finn að hitinn er að hækka:) Eins gott að ég er ekki að fara að keyra upp í bústað. Hugsa að ég leggi mig á leiðinni. Chao.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband