Varla búin að jafna mig eftir síðustu sumarbústaðaferð þegar ég fer í þá næstu.

Helgin með saumaklúbbnum var að vonum dásamleg. Kvefmeðalið virkaði eins og það átti að gera alla helgina. Húsmæðurnar virðulegu sátu við hannyrðir og spjall um matseld og barnauppeldi fram eftir kveldi. JERÆT!! Að venju vorum við leystar út með gjöfum og fíneríi af hver annarri og 2 okkar komu með "köku" með kaffinu. Skelli hér inn mynd af henni við fyrsta tækifæri:) Á laugardeginum var brunað á Selfoss og kíkt í búðir og út að borða. Verður væntalega í síðasta skipti sem við heimsækjum  veitingastaðinn sem við sóttum heim þann daginn. Höfum bæði fengið betri þjónustu og betri mat. Um kvöldið eldaði ég svo nautalundina góðu og rann hún ljúflega niður kl 22.30. Heilsufar klúbbsins góða var ekki upp á marga fiska þessa helgi en við skemmtum okkur konunglega þrátt fyrir það og vöntun á WC pappír svona til að byrja meðGrin Klúbburinn góði stefnir svo að hitting um páskana ásamt mökum. 

En svo er næstum komið að næstu bústaðarferð hjá mér:) erum að fara á morgun í raðhús á Laugarvatni með Jó og Robb og öðru afkvæmi þeirra. Við sjálf tökum 2 af 3 afkvæmum okkar með. Þetta 3ja verður að vinna fyrir sér þessa helgi og hefur þar fyrir utan lítinn áhuga á að ferðast með okkur gamla settinu. Í raðhúsinu ætlum við að hafa það agalega huggulegt um helgina gera vel við okkur í mat og drykk í góðum félagsskap, ásamt því að taka nokkra sundspretti í heita pottinum.

En svona á milli bústaðaferða hjá mér þá náði Húsbóndinn að ráða sig í nýja vinnu, segja upp í hinni og kaupa sér mótorhjól. Alveg er ég löngu hætt að reyna að malda í móinn þegar hann kaupir svona leikstæki því að af reynslunni hef ég lært það að strákar verða að fá að leika sér sama hvað þeir eru "ungir". Pilturinn okkar bíður spenntur eftir hjólinu og hefur sofið með forláta mótorhjólahanska sem faðir hans keypti handa honum á hverri nóttu síðan hann eignaðist þá.

Á morgun er "þrifadagur" hér í vinnunni. Þá tökum við okkur til og þrífum ársbyrgðir af ryki og öðrum ófögnuði af borðum og hillum hjá okkur. Borðum saman í hádeginu og fáum okkur svo hressingu saman kl. 16.15:) Það verður reyndar stutt gaman hjá mér út af raðhúsaferðinni en örugglega gaman samtSideways. Við verðum í þartilgerðum þrifsérsveitabúningum sem við fáum afhenta hér á morgun, þeir eru skreyttir með vinningsslagorðum úr slagorðakeppni þeirri sem haldin var hér á dögunum. 

Eftir vinnu í dag förum við í afmælispizza partý hjá Daníel frænda okkar og hlökkum við mikið til að hitta þau systkinin undurfögru:)

Er alveg að fara að setja inn myndir frá síðustu bústaðaferð.

Overandout.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir helgina góðu ...  Hlakka til næsta hittings.

Kv. Hafdís saumakona með meiru

Hafdís Ingvarsd (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband