Er vorið að koma??

Ég hélt það í vikunni en er hætt við að halda það. Nú kyngir niður snjó og við sem ætluðum að fara að setja sumardekkin undir kaggann.

Síðasta helgi í raðhúsinu góða var frábær enda ekki við öðru að búast í svo góðum félagsskap og með alla skápa fulla af gúmmilaði.  Náttbuxurnar voru vel nýttar alla helgina.. held ég hafi farið úr þeim ca. 3svar og þá til að fara í bíkíníið og í pottinn eða gufubaðið:)

Annars allt í rólegheitunum, var á fundi áðan útí skóla út af kórferðinni sem Miðjan er að fara í til Noregs.  Allt kostar þetta peninga og er verið að reyna að afla fjár til ferðarinnar með hinum ýmsu ráðum.

Á morgun stendur til að fara á Selfoss og gista þar, þar sem Húsbóndinn ætlar að skipta um tímareim í  kagganum og svo ætlar hann að "leika" sér á mótorhjólinu á laugardaginn. Þetta er fjórða helgin í röð sem ég fer austur fyrir fjall. Er að spá í að vera heima hjá mér helgina eftir það.

Nú heyri ég að baðið er laust er að hugsa um að skella smá lit í hárið á mér.

   Lifið heil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband