Komin föstudagur.. hvað varð um vikuna?

Tíminn flýgur svo áfram að mér finnst alltaf vera föstudagur, er ekki alveg viss hvað varð um þessa viku. En svona er lífið. Var mætt í vinnuna í morgun kl.7 bara ræð ekki við mig það er svo gaman í vinnunniGrin Get annars ekki beðið eftir að komast í helgarfrí, hugsa að náttbuxurnar verði vel notaðar þessa helgi. Er að bíða eftir að það renni á mig æði..þ.e.a.s. tiltektar og þrifnaðar æði;) og brjóta saman þvott æði og... og... ætla samt að vera í náttbuxunum meðan ég framkvæmi þetta allt saman. Húsbóndinn ætlar að nota eitthvað af helginni til að mótorhjólast en svo er eins gott fyrir hann að fara í sínar náttbuxur og vera með tuskuna á lofti mér til samlætis:) Annars er síðasti dagurinn hans í vinnunni í dag og nú er hann kominn í smá frí áður en hann byrjar í nýju vinnunni. Fríið ætlar hann að nota til að dytta að hinu og þessu á heimilinu og í bílnum.

Þessa dagana er verið að setja saman sumarfríin og einnig erum við að spá í hvað skal gera í fríinu. Eigum við að fara út eða vera inni?? Út er að fara til útlanda og inni er að vera á Íslandi þar sem er næstum alltaf rigning og maður verður þá að vera inni til að blotna ekki. Ætlum að taka ákvörðun mjög fljótlega með þetta.

Þessa dagana er nóg að gera hjá okkur Hafnfirðingum að fara yfir öll þau rök sem við heyrum með eða á móti stækkun Álvers í Straumsvík. Margir eiga sennilega erfitt með að gera upp hug sinn því að flestir sem reyna að hafa áhrif eru sannfærandi í sínum röksemdarfærslum og meðan maður les góða grein sem er vel skrifuð hvort sem að hún mælir með eða á móti stækkun þá er svo auðvelt að gleyma sér og verða sammála því sem þar stendur. Ég er reyndar löngu búin að gera upp hug minn og ekkert sem fær mig til að skipta um skoðun úr þessu. En ég hvet alla Hafnfirðinga til að kynna sér málið vel áður en þeir mynda sér endanlega skoðun.

Miðjan mín selur grimmt af rækjum og páskaliljum þessa dagana og mikið að gerast fyrir Noregsferðina. Það er komin dagskrá fyrir ferðina og mér sýnist að þetta verði hin frábærasta ferð hjá þeim. Þau fá Eurovision partý og allt.

Smá hugleiðing um þjóðfélagið okkar....

 Ég skellti mér í þá ágætu verslun Bónus í fyrradag sem ég geri reyndar mjög oft og er ekkert merkilegt. Nema þegar ég kem að kassanum þá er pólsk kona að vinna þar. Hún talar greinilega ekki stakkt orð í íslensku og af samskiptum mínum við pólverja í vinnunni minni þá hef ég komist að því að þeir tala oft enga ensku. Nema þetta gengur bara vel hjá okkur á kassanum ( þökk sé fingrapati og strikamerkjum) og þegar hún bendir á plastpokana þá set ég þrjá fingur upp í loft til merkis um það að ég þurfi  þrjá plastpoka. Ég rétti henni svo kortið og hún rennir því í gegn og ég skrifa undir og allir sáttir. En þegar ég er að labba burt frá kassanum þá fer ég að hugsa hvað hefði hún gert ef að ég hefði t.d. fengið synjun á kortið?? Hvernig segir maður " ekki heimild" á fingrapati ? eða á pólsku??. Spurning að fara að læra pólsku. .. við erum nýbúin að eignast pólsk-íslenska og íslensk-pólska orðabók í vinnunni. kannski maður fari bara að læra eitt orð á dag.

Orð dagsins.. vélhjól=motocykl og í dag er föstudagur=Pia,tek.

 Lifið í lukku en ekki í krukku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband