Prinsinn orðinn 4 ára og alveg að koma sumar:) eða hvað??

Jæja Prinsinn dásamlegi orðinn 4 ára og hann sem fæddist um daginnCrying Skil bara ekki hvað þetta líður hratt. Hann hélt veislu á leikskólanum á afmælisdaginn og bauð uppá ís og svo verður helgin notuð í veisluhöld heimafyrir.  Ég var í foreldraviðtali í morgun á leikskólanum og það var bara frábært að heyra hvað prinsinn er frábær og duglegur. Grin Enda er hann á frábærum leikskóla þar sem er frábært starfsfólk og frábært starf.

Erum annars búin að vera að gera ýmislegt heima, dytta aðeins að baðherberginu og mála og svona ýmislegt, og ég held að ég sé komin með leið á IKEA í bili. Annars finnst RD frábært í Smålandi og fjölskyldan er búin að venjast því ágætlega að borða kvöldmatinn á veitingastað IKEA.  Húsbóndinn þarf að fara eina ferð þangað á morgun og svo held ég að við segjum þetta gott í bili. Ég er búin að vera einstaklega dugleg að henda og þarf að fara Sorpuferð með fulla kerruW00t 

Ingu og Óla prins lætur bíða eftir sér og nú er ég alveg á því að 1. apríl sé dagurinn. Get annars ekki beðið eftir að knúsa hann.

Miðjan mín ætlar í sveitina um páskana, bíður eftir að komast í frí. Ég get reyndar ekki beðið heldur eftir að komast í frí, ætla að liggja í leti um páskana í náttbuxunum góðu og hjálpa þeim börnum sem eftir verða heima að borða páskaeggin sín.  Förum kannksi aðeins austur fyrir fjall en ég tek örugglega náttbuxurnar góðu með mér:)

Á laugardaginn eru svo kosningar í Hafnarfirði og spurning hvort að það verði svo álpartý um kvöldið. Ég hvet alla sem búa í Hafnarfirði til að nýta sér atkvæðisrétt sinn og mæta til að kjósa um álið. Ekki það að ég hef ekki hugmynd um það hvar verður kosið eða hvenær er opið. En ég kynni mér það pottþétt fyrir laugardag.

Svo er það pólskan - Orð á dagsins= vangaveltur = rozwazania og í dag er fimmtudagur = czwartek


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband