Lengdi páskafríið með ælupest:(

  Jabb höfðum það mjög gott um páskana eins og við ætluðum. Fórum á Selfoss á fimmtudag og  vorum fram á föstudag.  Á föstudagskvöld borðuðum við humar með Jó og Robb og á laugardagskvöld hittist saumaklúbburinn ásamt mökum og borðaði saman. Á páskadag fórum við ekki úr náttbuxunum og kúrðum bara hér heima með páskaegg og höfðum það gott. Frumburðurinn var að vinna svo að við borðuðum páskamatinn í seinna lagi, fórum svo í pottinn og lágum þar fram eftir nóttu.  Á annan í páskum fórum við og knúsuðum lillamann Ingu og Ólason og fengum miðjuna heim úr sveitinni þar sem hún hafði það gott um páskana. Seint á mánudagskvöldið fékk ég svo heiftarlega gubbupest og er búin að liggja síðan. Allir á heimilinu nema miðjan hafa fengið að finna eitthvað fyrir þessari ógeðispest en engin þó eins og ég, ég er búin að vera með hita og bara mjög slöpp. Já maður endaði páskana með stæl. Er að hressast samt og hlakka til að fara að vinna á morgun. 

Annars er það helst í fréttum að húsbóndinn er farinn að færa sig uppá skaftið með þetta mótorhjólShocking Hann tók það með í bæinn um páskana og svo var veðurspáin ekki nógu góð og við eigum náttla ekki bílskúr þannig að hjólið er hérna inni á gangi hjá okkur:) og ég er ekki að grínast. Þegar prinsinn sá það þá varð hann svo glaður og kallaði á pabba sinn "pabbi pabbi mótorhjólið er komið inn í íbúðina okkar" Vá frábært. Þetta er nú reyndar til bráðabirgða og skilst mér að verið sé að leysa úr húsnæðisvanda mótorhjólsinsGrin Eða ég vona það allavega áður en hjólið endar inni í hjónarúmi.

Ég er að verða hálfgerð grasekkja næstu 4 vikurnar því að húsbóndinn er að byrja á meiraprófsnámskeiði í kvöld og verður þar að mér skilst öll kvöld næstu 4 vikurnar.  Prinsinn verður farinn að sofa þegar hann kemur heim á kvöldin svo þeir munu ekki hittast mikið á virkum dögum þessar vikur. En þeir bæta það bara upp um helgar. Það er víst að koma ein helgin í viðbót og önnur nýbúin. 

Lillemann Ingu og Ólason var 16,5 merkur og 54,5 cm þegar hann fæddist. Hann er dásamlega fallegur og flottur drengur sem hagar sér eins og sannur prins og bara sefur og drekkur. Við Jó vorum að sjálfsögðu mættar uppá fæðó 4 tímum eftir að barnið fæddist svo að hann verði nú með það á hreinu hverjir eru vinir hansInLove

 Þangað til næst. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband