Mikael Máni

Picture 316

er nafnið sem prinsinn dásamlegi þeirra Ingu og Óla fékk á laugardaginn. Við fjölskyldan vorum að sjálfsögðu viðstödd og prinsinn hagaði sér eins og sannur prins á meðan á þessu stóð.

Áðan vorum ég og prinsinn minn á tónleikum úti í skóla þar sem að kórinn var með general prufu fyrir Noregsferðina sem nú styttist óðum í. Þær stóðu sig frábærlega og þetta var mjög skemmtilegt og ekki laust við að mér vöknaði um augun þegar sum hugljúfu lögin hljómuðu um salinnKissing Miðjan og hinar stelpurnar í kórnum eru orðnar vægast sagt spenntar og þetta verður án efa frábær ferð hjá þeim. Skólstjórinn ætlar að fara með þeim og fylgjast með þeim halda tónleika í Noregi.

Ennþá get ég ekki ákveðið hvað ég ætla að kjósa og finnst stundum að engin eigi skilið að fá mitt atkvæði, get bara ekki lengur hlustað á allan kosningaáróðurinn þar sem allir tala illa um alla.

Heimsfréttirnar alltaf jafn skuggalegar ..17 ára stúlka grýtt til bana í  Írak og það eina sem hún gerði var að verða ástafangin af manni af öðrum trúflokki. Það  er árið 2007!!! Ungabarni rænt í
Portúgal og upp komnar ýmis konar samsæriskenningar um það að foreldrarnir eigi hlut að máli. 

Við hér með sól í hjarta gleypum í okkur hvern einasta  sólargeisla sem býðst:) Nóg að gera og margt í gangi. 

Eurovision þema í vinnunni á fimmtudaginn.. spurning hvort að maður mætir sem Bobbysocks eða Selma. Tek allavega pottþétt Gleðibankann fyrir vinnufélagana. Hef góða tilfinningu fyrir Eika okkar Hauks og er sannfærð um að hann kemst áfram á fimmtudagskvöldið. Reyndar var ég líka sannfærð í fyrra um að Sylvía Nótt færi áfram en öll vitum við nú hvernig það fór.  

En kallar húsbóndinn" potturinn er tilbúinn" svo ég ætla að skella mér þangað með honum.

 overandout.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ekki beint sannspá með hann Eika þinn

fan (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband