Að selja og kaupa

fasteign er svolítið sem við hjónin erum búin að vera að standa í síðustu daga. Um miðjan apríl kom á sölu hús í hverfinu okkar sem að við féllum alveg fyrir og það var allt sett á fullt og við erum semsagt búin að selja íbúðina okkar og kaupa okkur einbýlishús með bílskúr. Þetta tók ekki langan tíma og við erum eiginlega ekki alveg búin að átta okkur á þessu ennþáShocking Húsið er dásamlegt lítið gamalt og krúttlegt. Það er nógu stórt fyrir okkur öll og nógu lítið til að við hjónin týnum ekki hvort öðru þegar börnin eru farin að heiman. Það þarf að gera ýmislegt  og okkur hlakkar bara til að bretta upp ermar og hefjast handa.  Við fáum það afhent í síðasta lagi 1. ágúst og eigum að afhenda okkar íbúð 15. ágúst. Ég er búin að fjárfesta í garðhönskum og er ekki frá því að fingurnir á mér séu byrjaðir að grænka:) Þeir sem hafa hug á að heimsækja okkur í nýja (gamla) húsið eru vinsamlegast beðnir að hafa með sér t.d. skóflu, pensil, hamar eða sögTounge 

Miðjan hefur það gott í Noregi, þær héldu vel heppnaða tónleika í Nordbergkirkju í Osló á sunnudaginn og hafa svo eytt tímanum í æfingar, skoðunarferðir og búðarrölt. Aðal dagurinn er svo hjá þeim á fimmtudaginn en þá halda norðmenn þjóðhátíðardag sinn hátíðlegan. Fréttir af ferðinni má sjá hér á heimasíðu kórsins. http://kor.vefjun.com/ 

Ég kaus rétt í kosningunum á laugardaginn en er hissa á að þjóðin skuli ekki vera til í prófa að breyta til. Hvernig þeir fara svo að því að mynda ríkisstjórn verður spennandi að sjá.

Eurovision og kosningakvöldinu eyddum við í góðra vina hópi heima hjá Jó og Robb, borðuðum góðan mat og dreyptum á hvítvíni og bjór meðSmile

Unglingurinn búin í prófum og byrjuð að vinna á fullu. Við verðum væntanlega flutt þegar hún kemur heim frá Spáni svo hún þarf að pakka tvöfalt niður áður en hún fer út:)´

Sumarið alveg að skella á og við með sumar í sinni, bíðum bara spennt eftir að fá húsið okkarW00t

Lifið heil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Látið bara vita hvenær korterið hans Karels byrjar og ég sendi hann vopnaðann borvél á staðinn...............

frúdís (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband