Komin heim frá útlandinu

og á fullu að klára allt fyrir jólin. Það var svo hrikalega gaman hjá okkur kellunum í útlandinu að það hálfa væri hellingur. Það var mikið verslað og skrafað og rölt. Við borðuðum fullt af góðum mat og drukkum mikið hvítvín og hlógum MIKIÐ. Þetta var ótrúlega vel heppnað og hópurinn náði mjög vel saman. Visa kortið var VEL straujað og ég keypti bara næstum allar jólagjafirnar og fullt í viðbótFrown Á tímabili leit út fyrir að við þyrftum að panta fraktskip til að koma góssinu heim en þetta hafðist nú allt saman á endanum með smá tilfæringumSmile Ég held að hér eftir verði svona húsmæðraorlof árlegur viðburður. Við vorum orðnar vel þekktar á hverfispöbbnum hjá hótelinu og það vissu allir fastagestirnir þar að það væri hópur af konum frá Íslandi staddar í bænum. En mikið var gott að koma heim. Nú er ég bara í rólegheitum að klára að undirbúa jólin og það er ekki til jólastress í mér. Ætla að dúlla mér við að klára að skrifa jólakortin og pakka inn jólagjöfunum næstu kvöld og skreppa eins og eina ferð í bæinn með Viðari að kaupa jólagjöf handa prinsinum okkar.

Sunna og Grétar skiluðu sér á réttum tíma heim frá Köben þrátt fyrir að veðrið væri orðið ansi slæmt þegar þau lentu. Þau skemmtu sér konunglega í Kóngsins Köben og voru mjög ánægð með ferðina.

Sunna fékk einkunnir áðan og náði öllum prófunum. Glæsilegt!! ;) Hún er að vinna í jólafríinu og verður að vinna til 7 á aðfangadag svo að jólamaturinn hjá okkur verður í seinna lagi en það gerir ekkert til. Á aðfangadag förum við í súpu í hádeginu til Ingu og Óla eins og venjulega, það er fastur liður á þessum degi. Við ætlum að reyna að vera búin að öllu á Þorláksmessu svo að við getum verið í rólegheitum eftir það.

Þetta verður gott frí núna þessi jól 5 dagar, ég vinn svo þessa tvo daga milli jóla og nýárs og svo bara aftur 4ra daga frí. Dásamlegt.

Ég fór í gær til að láta setja perur í kirkjugarðinn og það er ekkert smá orðið jólalegt þar. Það kemur alltaf einhver ró yfir mig þegar ég geng þar um sérstaklega þegar jólaljósin skína.

Elsku besta hárgreiðslukonan mín tróð mér að í klippingu klukkan 8 í kvöld ég nebbla gleymdi að panta mér tíma fyrir jólGasp en hjúkk að hún nennir að klippa mig í kvöld.

Annars koma jólin alveg hvort sem ég fer í klippingu eða ekki og hvort sem ég næ að þrífa allt hátt og lágt eða ekki.

Ég er komin í jólaskap og hlakka mest til að vera heima á náttfötunum með fjölskyldunni minni.

 Gleðileg jól og hafið það gott um jólin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Hlakka líka mest til að vappa um í náttfötunum í rólegheitunum með Patreki Kára og skoða nýju gjafirnar hans með honum :-) Gleðileg jól til þín og fjölskyldu þinnar.

Íris Ásdísardóttir, 20.12.2007 kl. 23:05

2 identicon

En gaman að rekast á blogg önnuey!  Vonandi hefur þú haft það gott um jólin. Þetta hafa verið góð jól og notalega löng- svona á þetta að vera. Er þó farin að sakna Rúnars Darra vinar minns og bið að heilsa honum innilega.

Sjáumst fljótlega og svo mun ég vera dugleg að kíkja hér við á síðunni

Jóhanna Jens

Jóhanna J (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband