Í árslok

lítur maður yfir árið sem er að líða og gerir það upp. Árið 2007 var gott ár hjá mér.  Þegar ég hugsa til baka og lít yfir árið þá er það sem helst stendur uppúr t.d. það að við eru öll ári eldri, Viðar skipti um vinnu, við keyptum okkur litla húsið okkar sem að okkur líður öllum svo vel í. Mér fannst jafn gaman í vinnunni minni þetta ár og hin árin sem að ég hef unnið þar. Við kusum í Alþingiskosningum í sumar eins og stór hluti þjóðarinnar og við teljum okkur hafa kosið rétt. ÉG bætti á mig kílóum þrátt fyrir fyrirætlanir um annað og eins hækkaði yfirdrátturinn og visa skuldin þrátt fyrir fyrirætlanir um annað. Ég játaði mig sigraða og hætti að nota dagkrem fyrir unga húð og byrjaði að nota hrukkukremCool
Ég fór tvisvar til Englands og sannfærðist endanlega um að ég var bresk húsmóðir í einhverju fyrra lífi því að mér líður alltaf eins og ég sé komin heim þegar ég kem Þangað. Og já ég trúi á líf eftir dauðan og að við höfum lifað áður. SVo að eins og þið sjáið þá átti ég gott ár og ég vona að flestir hafi átt það og næsta ár verði jafn gott eða betra.

Við erum búin að hafa það mjög gott hérna í húsinu okkar yfir jólin, hér fór engin í jólaköttinn og við höfuð notað náttfötin mikið. 

Ég fékk bæði Harðskafa og
Ösku í jólagjöf og er búin með aðra og byrjuð á hinni. Mér finnst best af öllu að fá bækur í jólagjöf. 

Síðasta vinnudaginn á þessu ári mætti ég í vinnu eins og venjulega og þegar ég hafði verið þar í góða stund þá varð mér litið niður á fæturnar á mér og viti menn ég var í sitthvorum skónum einum svörtum og einum brúnumLoL Þetta var alveg óvart og alls ekki gert til að skemmta vinnufélögunum en einhverra hluta vegna þá hlógu þeir samt allan daginnGrin

Á laugardagskvöldið síðasta buðum við vinunum okkar í mat, elduðum hreindýr og höfðum rauðvín með. Maturinn sló í gegn og öllum fannst tarfurinn góður. Við skemmtum okkur svo vel hérna, skiptust á pökkum og hlógum mikið og spjölluðum fram á nótt. ÉG segi það enn og aftur VÁÁ hvað ég á frábæra vini.  

Drengurinn minn er búinn að fá einhverja fötu með einhverju svona flugeldadóti fyrir börn og hann er svo spenntur að það hálfa væri nóg, hann var ekki einu sinni svona spenntur á jólunum. Ég heyrði rétt áðan í útvarpinu að það er búið að fresta öllum brennum vegna veðurs. Leiðinlegt en við fengum dásamleg hvít jól!Wizard Maður fer þá bara á þrettándabrennu í staðinn. 

Í kvöld ætlum við að borða hjá mömmu og þeim og svo kíkjum við sennilega á vini okkar og skjótum sennilega upp með Lilju og Valda (ef að það verður eitthvað hægt að skjóta upp fyrir veðri). ÉG ætla að fara núna og kaupa mér eina freyðivín til að skála á miðnætti. 

 

Ég vona að þið hafið það gott yfir áramótin og að nýja árið færi ykkur gæfu og gleði.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt ár og takk fyrir gamla árið

ARG (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 16:31

2 identicon

Anna

Maður á aldrei að játa sig sigraðan - mundu það!

Sjáumst JJ

Jóhanna J (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 23:43

3 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Hæ hæ.

Óska þér og fjölskyldunni gleðilegs árs og til hamingju með að fara alla leið í vinnuna í sitthvorum skónum, algjör snilld sem ekki margir geta státað sig af :-) Maður verður að eiga eina svona sögu um sjálfa sig, svona eins og þegar ég fyrir þónokkrum árum var að hitta foreldra kærasta míns fyrrverandi í fyrsta sinn......opna skáp sem ég hélt að væri fatahengi en fékk í staðinn yfir mig potta og pönnur með bramli og látum......

Íris Ásdísardóttir, 3.1.2008 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband